Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 19:30 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Móa Gustum Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“ Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“
Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira