„Þetta er smábrot af því sem mun koma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson í leiknum stórkostlega gegn Frökkum á EM þar sem hann átti ríkan þátt í stórsigri Íslands. Getty/Sanjin Strukic Markvörðurinn ungi Viktor Gísli Hallgrímsson segir að framtíðin sé mjög björt hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Það að liðið hafi náð 6. sæti á nýafstöðnu Evrópumóti sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skuli. Viktor Gísli, sem valinn var besti markvörður EM, telur að Ísland geti unnið til verðlauna á stórmóti á allra næstu árum: „Já, ég held það. Við erum bara rétt að byrja. Við erum allir ungir og þetta hefur verið í spilunum síðustu ár. Alltaf verið að tala um hve margir ungir og efnilegir séu að koma upp; ´96-landsliðið, 00‘-landsliðið… ég held að framtíðin sé mjög björt. Þetta er smábrot af því sem mun koma,“ segir Viktor í viðtali við Rikka G. Klippa: Viktor Gísli spenntur fyrir Frakklandsför Viktor sló svo sannarlega í gegn á EM og sá til þess að fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar kæmi ekki að sök. Hann hló þó aðspurður hvort að hann væri „nýi kóngurinn í bænum“: „Við erum bara teymi. Ágúst Elí [Björgvinsson] er líka frábær markvörður. Þetta er bara samvinna. Við skoðum andstæðingana mikið saman. Bjöggi hjálpar mér mikið. Gústi hjálpar mér líka mikið. Þetta er góð samvinna.“ Viktor Gísli leikur í dag með GOG og vonast til þess að frammistaðan á EM færi honum stærra hlutverk þar en áður. Í sumar fer Viktor hins vegar til Nantes í Frakklandi, eftir að hafa átt stórkostlegan leik í stórsigri Íslands á Frökkum á EM: „Þetta skemmir ekki fyrir manni þegar maður mætir til Frakklands í sumar. Þetta var góður leikur til að loka rammanum í,“ segir Viktor, spenntur fyrir því að fara til Frakklands: „Vonandi er ég að fara að spila Meistaradeildarhandbolta í fyrsta sinn af einhverri alvöru. Franska deildin er hörkudeild sem verið hefur á uppleið síðustu ár, og ég hlakka mjög til að breyta aðeins til og er bara spenntur fyrir þessu.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. 30. janúar 2022 14:31 Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. 30. janúar 2022 11:54 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Viktor Gísli, sem valinn var besti markvörður EM, telur að Ísland geti unnið til verðlauna á stórmóti á allra næstu árum: „Já, ég held það. Við erum bara rétt að byrja. Við erum allir ungir og þetta hefur verið í spilunum síðustu ár. Alltaf verið að tala um hve margir ungir og efnilegir séu að koma upp; ´96-landsliðið, 00‘-landsliðið… ég held að framtíðin sé mjög björt. Þetta er smábrot af því sem mun koma,“ segir Viktor í viðtali við Rikka G. Klippa: Viktor Gísli spenntur fyrir Frakklandsför Viktor sló svo sannarlega í gegn á EM og sá til þess að fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar kæmi ekki að sök. Hann hló þó aðspurður hvort að hann væri „nýi kóngurinn í bænum“: „Við erum bara teymi. Ágúst Elí [Björgvinsson] er líka frábær markvörður. Þetta er bara samvinna. Við skoðum andstæðingana mikið saman. Bjöggi hjálpar mér mikið. Gústi hjálpar mér líka mikið. Þetta er góð samvinna.“ Viktor Gísli leikur í dag með GOG og vonast til þess að frammistaðan á EM færi honum stærra hlutverk þar en áður. Í sumar fer Viktor hins vegar til Nantes í Frakklandi, eftir að hafa átt stórkostlegan leik í stórsigri Íslands á Frökkum á EM: „Þetta skemmir ekki fyrir manni þegar maður mætir til Frakklands í sumar. Þetta var góður leikur til að loka rammanum í,“ segir Viktor, spenntur fyrir því að fara til Frakklands: „Vonandi er ég að fara að spila Meistaradeildarhandbolta í fyrsta sinn af einhverri alvöru. Franska deildin er hörkudeild sem verið hefur á uppleið síðustu ár, og ég hlakka mjög til að breyta aðeins til og er bara spenntur fyrir þessu.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. 30. janúar 2022 14:31 Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. 30. janúar 2022 11:54 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ómar Ingi markahæstur á EM þar sem Hansen er meiddur Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag. 30. janúar 2022 14:31
Viktor Gísli í úrvalsliði EM en ekki pláss fyrir Ómar Inga Úrvalslið Evrópumótsins í handbolta er klárt. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í sjö manna draumaliði mótsins en ekki er pláss fyrir hinn magnaða Ómar Inga Magnússon sem gæti enn endað sem markahæsti leikmaður mótsins. 30. janúar 2022 11:54
Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00
Viktor Gísli: Barið í borð og einhverjum blótsyrðum hreytt „Þetta var svolítið súrt að missa undanúrslitasætið. Við kláruðum ekki okkar verkefni gegn Króötum og maður er eiginlega meira svekktur yfir því,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson í gærmorgun en stemningin á hóteli Íslands eftir leik Danmerkur og Frakklands var ekkert sérstök. 28. janúar 2022 12:00
Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01