Norsku meistararnir fengu Svövu sem er laus úr franskri prísund Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 15:30 Svava Rós Guðmundsdóttir með Brann-treyjuna sem hún mun klæðast á komandi leiktíð. Brann.no Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir samning við norsku meistarana í Brann. Samningurinn gildir út þetta ár en er með möguleika á eins árs framlengingu. Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken. Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Sjá meira
Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken.
Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Sjá meira
Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn