Breivik fær ekki reynslulausn en er búinn að áfrýja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:47 Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera. EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Fjöldamorðinginn Anders Breivik fær ekki reynslulausn. Þetta úrskurðaði Héraðsdómur Telemark í dag en Breivik hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33
Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent