Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 23:33 Vörubílstjórar hafa lokað vegum í Kanada í mótmælaskyni. AP News Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu. Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu.
Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23