Tveir landsliðsmenn Hondúras þurftu að fara af velli vegna kulda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 11:30 Sean Johnson stóð í marki Bandaríkjanna í gær og það var kalt eins og sést á þessari mynd. AP/Andy Clayton-King Það var mjög kalt í Saint Paul í Minnesota fylki í gær þegar bandaríska landsliðið vann 3-0 sigur á Hondúras í undankeppni HM. Það var sautján stiga frost þegar leikurinn hófst og vindkælingin var allt að 25 stiga frosti. Bandaríska veðurstofan gaf meira að segja út viðvörun vegna vindkælingarinnar en kætt var á kali við að eyða tíu mínútum úti í þessu frosti. The #USMNT prevailed victorious against Honduras in the freezing cold. Two Honduran players were treated for hyperthermia following the fixture... https://t.co/5yXTbaoP7E— KSL Sports (@kslsports) February 3, 2022 Hondúras tók þrjá leikmenn af velli í hálfleik en það voru markvörðurinn Luis Lopez, miðjumaðurinn Diego Rodriguez og framherjinn Romell Quioto. Knattspyrnusamband Hondúras staðfesti að tveir þeirra hafi þurft að fara af velli vegna kulda. „Ég ætla ekki að dæma mitt lið, hvorki leikinn eða frammistöðu leikmanna. Það er ekki mögulegt því það er ekki hægt eftir að hafa þurft að spila við þessar aðstæður,“ sagði landsliðsþjálfarinn Hernan Dario Gomez. „Inn í klefa eru leikmann að fá næringu í æð og margir þeirra eru sárþjáðir,“ sagði Gomez. Bandaríska liðið vann leikinn 3-0 en tvö af mörkunum komu í fyrri hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Weston McKennie, Walker Zimmerman og Chelsea maðurinn Christian Pulisic. Bandaríkjamenn eru í góðum málum í öðru sæti Norður- og Mið-Ameríkuriðilsins en Hondúras hefur ekki enn unnið leik og situr með þrjú stig í neðsta sætinu. HM 2022 í Katar Hondúras Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Það var sautján stiga frost þegar leikurinn hófst og vindkælingin var allt að 25 stiga frosti. Bandaríska veðurstofan gaf meira að segja út viðvörun vegna vindkælingarinnar en kætt var á kali við að eyða tíu mínútum úti í þessu frosti. The #USMNT prevailed victorious against Honduras in the freezing cold. Two Honduran players were treated for hyperthermia following the fixture... https://t.co/5yXTbaoP7E— KSL Sports (@kslsports) February 3, 2022 Hondúras tók þrjá leikmenn af velli í hálfleik en það voru markvörðurinn Luis Lopez, miðjumaðurinn Diego Rodriguez og framherjinn Romell Quioto. Knattspyrnusamband Hondúras staðfesti að tveir þeirra hafi þurft að fara af velli vegna kulda. „Ég ætla ekki að dæma mitt lið, hvorki leikinn eða frammistöðu leikmanna. Það er ekki mögulegt því það er ekki hægt eftir að hafa þurft að spila við þessar aðstæður,“ sagði landsliðsþjálfarinn Hernan Dario Gomez. „Inn í klefa eru leikmann að fá næringu í æð og margir þeirra eru sárþjáðir,“ sagði Gomez. Bandaríska liðið vann leikinn 3-0 en tvö af mörkunum komu í fyrri hálfleik. Mörkin skoruðu þeir Weston McKennie, Walker Zimmerman og Chelsea maðurinn Christian Pulisic. Bandaríkjamenn eru í góðum málum í öðru sæti Norður- og Mið-Ameríkuriðilsins en Hondúras hefur ekki enn unnið leik og situr með þrjú stig í neðsta sætinu.
HM 2022 í Katar Hondúras Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira