Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Íslenska handboltalandsliðið spilar mikilvægan heimaleik í umspili HM í apríl. Kolektiff Images/Getty Images Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, segir að það hangi á bláþræði að landsliðin í körfubolta og handbolta fái að leika heimaleiki sína í undankeppnum heimsmeistaramótanna á heimavelli í vor og sumar. „Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
„Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira