Þungavigtin: Mómentið er núna fyrir Dag Sig að taka við íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Þungavigtin Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti með íslenska handboltalandsliðið á Evrópumótinu í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með nýjan samning. Landsliðsþjálfarastaðan var til umræðu í nýjasta þættinum af Þungavigtinni þar sem Seinni bylgju sérfræðingurinn Theódór Ingi Pálmason var gestur þáttarins. Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Þungavigtin Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Þungavigtin Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira