Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 5. febrúar 2022 23:54 Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður stjórnar Samtaka um endómetríosu og Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Samsett Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. Endómetríósa er sjúkdómur með enga lækningu en lyf og skurðaðgerðir geta hjálpað til með einkennin. Slíkar aðgerðir eru niðurgreiddar hjá ríkisreknum stofnunum, völdum sérfræðilæknum og erlendis en ekki hjá Klíníkinni þar sem vottaður sérfræðingur í faginu starfar. Endómetríósa leggst á 1 af hverjum 10 einstaklingum með leg og greiningaferlið getur tekið mörg ár. Kviðarholsspeglun er eina örugga leiðin til að staðfesta sjúkdóminn og ekki er til nein lækning þó oft sé hægt að halda einkennum niðri. Í framhaldi greiningar er reynt við hormóna og lyfjameðferð og ef það skilar ekki tilsettum árangri er hægt að leita til skurðaðgerða. Þörfin er svo mikil Jón Ívar Einarsson er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla og er stofnandi deildar sem er sérhæfð í kviðsjáraðgerðum kvenna á Brigham and Women’s sjúkrahúsinu í Boston. Hann er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og í fyrra kom hann til Íslands þar sem hann byrjaði að bjóða upp á aðgerðir við endómetríósu. Aðgerðirnar í Klíníkinni eru ekki niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands líkt og aðgerðir hjá völdum sérfræðilæknum á ríkisreknum stofnunum erlendis. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali.Getty/ peakSTOCK Þegar Jón Ívar flutti til Íslands kom það honum á óvart hvað sjúklingarnir höfðu verið að fá slæma þjónustu í tengslum við sjúkdóminn. Fjölmargir einstaklingar hafa brugðið á það ráð að leitast eftir þjónustu hjá sérfræðingum erlendis þar sem löng bið eftir þjónustu hérna heima og erfitt er að nálgast hana. „Landlæknissambandið hefur gefið það út að þú átt í rauninni rétt á því að fara í aðgerð innan 3 mánaða frá því að þú þarft á henni að halda og við erum klárlega ekki að uppfylla þær kröfur.“ segir Jón Ívar um ástandið. Biðin Biðin getur haft slæmar afleiðingar þar sem sjúkdómurinn getur dreift sér og valdið frekari skaða. „Margar þessar konur eru óvinnufærar með hræðilega verki og síðan, ef þetta fær að grassera, getur þetta valdið ófrjósemi og þá þarf að fara í meðferð útaf því líka og að þetta vex inn í aðlæg líffæri sem getur valdið miklum skaða og aðgerðin til að fjarlægja getur verið flóknari en ella þannig allskonar slæm áhrif að þurfa að bíða,“ sagði Jón Ívar um biðina. Endó getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi.Getty/ PeopleImages Ákvað að bjóða upp á aðgerðir. Hann ákvað að bjóða upp á aðgerðirnar í Klíníkinni en bjóst ekki við mikilli aðsókn þar sem þær fást ekki niðurgreiddar hjá honum. Þörfin er þó svo mikil að það hefur verið mikið að gera þó að aðgerðirnar kosti á bilinu sjö til tólf hundruð þúsund. „Ég held að það segi sig svolítið sjálft að þegar manneskja er tilbúin að greiða þessa upphæð úr eigin vasa til að fá einhvern létti, þá er þörfin orðin mikil,“ segir Sigríður Halla sem er varaformaður Samtakanna um Endómetríósu. Hún segir Jón Ívar vera með sérfræðiþekkingu og vottun á heimsmælikvarða sem sérfræðingur í endómetríósu. „Það er dásamlegt að konur þurfi ekki að fara til útlanda, fárveikar til þess að fá létti.“ Sigríður er ein þeirra kvenna sem hefur leitað eftir þjónustu erlendis eftir að kerfið hér á landi brást henni. Aðgerðin kostar á bilinu 700.000 til 1.200.000 króna. Til að komast að hjá Landspítalanum þurfa konur fyrst að bíða eftir viðtali og svo aðgerð. Niðurgreiðsla hjá sérfræðingum gæti stytt þessa bið. „Við erum að heyra af um það bil níu mánuðum sem er biðtími eftir viðtali. Eftir þetta viðtal þarftu kannski að bíða í fleiri mánuði eftir endurkomutíma eða enn fleiri mánuði eftir aðgerð,“ segir Sigríður. Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður stjórn samtaka um endómetríosuArnar Halldórsson Jón Ívar segir að Landlæknisembættið hafi gefið það út að fólk eigi í raun rétt á því að fara í aðgerð innan þriggja mánaða frá því að það þarf á henni að halda. Langt sé í að þær kröfur séu uppfylltar. Á meðan biðinni stendur getur sjúkdómurinn sest á líffæri og geta orðið óafturkræfar skemmdir. Þá er hætta á að aðgerðirnar verði erfiðari þegar að þeim kemur og ekki eins árangursríkar. Þurfa að leita erlendis Þegar farið er erlendis í aðgerð þarf sjúklingurinn að leggja út fyrir öllu sjálfur. Það er ferðakostnaður, uppihald, aðgerðin sjálf og jafnvel annar aðili til þess að hafa stuðning í gegnum ferlið. Í flestum tilvikum er þó hægt að fá aðgerðina sjálfa endurgreidda en sjúklingurinn þarf sjálfur að sjá um upphæðina sem fer í allt hitt. Sigríður segir að einungis einn læknir sé í endóteyminu á Landspítalanum auk hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa. Læknirinn sé ekki eingöngu í þessu teymi heldur einnig starfsmaður á kvennadeild. Hún segir að Jón Ívar hafi boðist til að starfa í teyminu í hlutastarfi til að sinna þessum aðgerðum en það hafi verið afþakkað. Þjónustan á Íslandi Hér á Íslandi virðist þjónustan vera óaðgengileg og biðin mikil. Sigríður er ein þeirra sem er afar ósátt með þá þjónustu sem hún var að fá hér á landi áður en hún leitaði til Rúmeníu og segir hana hafa verið enga. Hún hefur tjáð sig opinskátt um ferlið á heimasíðu sinni. Í vikunni sagði Vísir einnig frá sögu Natalia Olender sem gafst upp á því að bíða og leitaði til Póllands eftir þjónustu eftir tveggja ára bið. Natalia Olender.Vísir/Egill Borga fyrir sama lækni í öðru landi Jóni Ívari finnst furðulegt að ekki sé boðið upp á niðurgreiðslu hjá honum í Klíníkinni. Þar er líka boðið upp á liðskiptiaðgerðir og offitu aðgerðir sem hafa heldur ekki verið niðurgreiddar en þó ert greitt fyrir þær erlendis. „Það hefur verið greitt fyrir fólk í einkaklíník í Svíþjóð hjá sama lækni og vinnur hér. Þannig kannski meiri pólitík en skynsemi. Illa farið með opinbert fé að senda fólk til útlanda þegar það er hægt að gera þetta hér á góðan hátt,“ segir Jón Ívar sem furðar sig á skipulaginu. Samningar lausir síðan 2018 Samningar við sérfræðilækna hafa staðið lausir síðan 2018 en Sjúkratryggingum Íslands og sérfræðilæknar virðast ekki sammála um þörfina sem er til staðar. „Ef þú hugsar um kostnaðarhliðina þannig að sumar geta ekki mætt í vinnu eru jafnvel á örorku sumar að þá held ég að þetta margborgi sig fyrir ríkið líka að klár þetta bæði í þessum aðgerðum og öðrum sem eru biðlistar“ segir Jón Ívar um stöðuna sem hefur myndast. Willum allur af vilja gerður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur verið í samskiptum við Jón Ívar og Endó samtökin og telja þau hann vera allan af vilja gerður. „Ég hef hitt hann einu sinni og hann var mjög jákvæður og sagðist ætla að ganga í þetta mál þannig að við sjáum hvernig það fer fram en ég hef trú á því að hann geri það,“ segir Jón Ívar fullur bjartsýni með framtíðina. Í vikunni gaf Willum út yfirlýsingu þess efnis að markmiðið væri að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Hann segir mikilvægt að nýta þá þekkingu sem til er á landinu. „Það er einhver stífla einhversstaðar. Við upplifum að ráðherra sé allur af vilja gerður en það þarf að koma í ljós hvort að það sé hans ákvörðun að taka,“ segir Sigríður Halla. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala. 3. febrúar 2022 09:33 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. 6. nóvember 2021 17:50 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Endómetríósa er sjúkdómur með enga lækningu en lyf og skurðaðgerðir geta hjálpað til með einkennin. Slíkar aðgerðir eru niðurgreiddar hjá ríkisreknum stofnunum, völdum sérfræðilæknum og erlendis en ekki hjá Klíníkinni þar sem vottaður sérfræðingur í faginu starfar. Endómetríósa leggst á 1 af hverjum 10 einstaklingum með leg og greiningaferlið getur tekið mörg ár. Kviðarholsspeglun er eina örugga leiðin til að staðfesta sjúkdóminn og ekki er til nein lækning þó oft sé hægt að halda einkennum niðri. Í framhaldi greiningar er reynt við hormóna og lyfjameðferð og ef það skilar ekki tilsettum árangri er hægt að leita til skurðaðgerða. Þörfin er svo mikil Jón Ívar Einarsson er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla og er stofnandi deildar sem er sérhæfð í kviðsjáraðgerðum kvenna á Brigham and Women’s sjúkrahúsinu í Boston. Hann er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og í fyrra kom hann til Íslands þar sem hann byrjaði að bjóða upp á aðgerðir við endómetríósu. Aðgerðirnar í Klíníkinni eru ekki niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands líkt og aðgerðir hjá völdum sérfræðilæknum á ríkisreknum stofnunum erlendis. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali.Getty/ peakSTOCK Þegar Jón Ívar flutti til Íslands kom það honum á óvart hvað sjúklingarnir höfðu verið að fá slæma þjónustu í tengslum við sjúkdóminn. Fjölmargir einstaklingar hafa brugðið á það ráð að leitast eftir þjónustu hjá sérfræðingum erlendis þar sem löng bið eftir þjónustu hérna heima og erfitt er að nálgast hana. „Landlæknissambandið hefur gefið það út að þú átt í rauninni rétt á því að fara í aðgerð innan 3 mánaða frá því að þú þarft á henni að halda og við erum klárlega ekki að uppfylla þær kröfur.“ segir Jón Ívar um ástandið. Biðin Biðin getur haft slæmar afleiðingar þar sem sjúkdómurinn getur dreift sér og valdið frekari skaða. „Margar þessar konur eru óvinnufærar með hræðilega verki og síðan, ef þetta fær að grassera, getur þetta valdið ófrjósemi og þá þarf að fara í meðferð útaf því líka og að þetta vex inn í aðlæg líffæri sem getur valdið miklum skaða og aðgerðin til að fjarlægja getur verið flóknari en ella þannig allskonar slæm áhrif að þurfa að bíða,“ sagði Jón Ívar um biðina. Endó getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi.Getty/ PeopleImages Ákvað að bjóða upp á aðgerðir. Hann ákvað að bjóða upp á aðgerðirnar í Klíníkinni en bjóst ekki við mikilli aðsókn þar sem þær fást ekki niðurgreiddar hjá honum. Þörfin er þó svo mikil að það hefur verið mikið að gera þó að aðgerðirnar kosti á bilinu sjö til tólf hundruð þúsund. „Ég held að það segi sig svolítið sjálft að þegar manneskja er tilbúin að greiða þessa upphæð úr eigin vasa til að fá einhvern létti, þá er þörfin orðin mikil,“ segir Sigríður Halla sem er varaformaður Samtakanna um Endómetríósu. Hún segir Jón Ívar vera með sérfræðiþekkingu og vottun á heimsmælikvarða sem sérfræðingur í endómetríósu. „Það er dásamlegt að konur þurfi ekki að fara til útlanda, fárveikar til þess að fá létti.“ Sigríður er ein þeirra kvenna sem hefur leitað eftir þjónustu erlendis eftir að kerfið hér á landi brást henni. Aðgerðin kostar á bilinu 700.000 til 1.200.000 króna. Til að komast að hjá Landspítalanum þurfa konur fyrst að bíða eftir viðtali og svo aðgerð. Niðurgreiðsla hjá sérfræðingum gæti stytt þessa bið. „Við erum að heyra af um það bil níu mánuðum sem er biðtími eftir viðtali. Eftir þetta viðtal þarftu kannski að bíða í fleiri mánuði eftir endurkomutíma eða enn fleiri mánuði eftir aðgerð,“ segir Sigríður. Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður stjórn samtaka um endómetríosuArnar Halldórsson Jón Ívar segir að Landlæknisembættið hafi gefið það út að fólk eigi í raun rétt á því að fara í aðgerð innan þriggja mánaða frá því að það þarf á henni að halda. Langt sé í að þær kröfur séu uppfylltar. Á meðan biðinni stendur getur sjúkdómurinn sest á líffæri og geta orðið óafturkræfar skemmdir. Þá er hætta á að aðgerðirnar verði erfiðari þegar að þeim kemur og ekki eins árangursríkar. Þurfa að leita erlendis Þegar farið er erlendis í aðgerð þarf sjúklingurinn að leggja út fyrir öllu sjálfur. Það er ferðakostnaður, uppihald, aðgerðin sjálf og jafnvel annar aðili til þess að hafa stuðning í gegnum ferlið. Í flestum tilvikum er þó hægt að fá aðgerðina sjálfa endurgreidda en sjúklingurinn þarf sjálfur að sjá um upphæðina sem fer í allt hitt. Sigríður segir að einungis einn læknir sé í endóteyminu á Landspítalanum auk hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa. Læknirinn sé ekki eingöngu í þessu teymi heldur einnig starfsmaður á kvennadeild. Hún segir að Jón Ívar hafi boðist til að starfa í teyminu í hlutastarfi til að sinna þessum aðgerðum en það hafi verið afþakkað. Þjónustan á Íslandi Hér á Íslandi virðist þjónustan vera óaðgengileg og biðin mikil. Sigríður er ein þeirra sem er afar ósátt með þá þjónustu sem hún var að fá hér á landi áður en hún leitaði til Rúmeníu og segir hana hafa verið enga. Hún hefur tjáð sig opinskátt um ferlið á heimasíðu sinni. Í vikunni sagði Vísir einnig frá sögu Natalia Olender sem gafst upp á því að bíða og leitaði til Póllands eftir þjónustu eftir tveggja ára bið. Natalia Olender.Vísir/Egill Borga fyrir sama lækni í öðru landi Jóni Ívari finnst furðulegt að ekki sé boðið upp á niðurgreiðslu hjá honum í Klíníkinni. Þar er líka boðið upp á liðskiptiaðgerðir og offitu aðgerðir sem hafa heldur ekki verið niðurgreiddar en þó ert greitt fyrir þær erlendis. „Það hefur verið greitt fyrir fólk í einkaklíník í Svíþjóð hjá sama lækni og vinnur hér. Þannig kannski meiri pólitík en skynsemi. Illa farið með opinbert fé að senda fólk til útlanda þegar það er hægt að gera þetta hér á góðan hátt,“ segir Jón Ívar sem furðar sig á skipulaginu. Samningar lausir síðan 2018 Samningar við sérfræðilækna hafa staðið lausir síðan 2018 en Sjúkratryggingum Íslands og sérfræðilæknar virðast ekki sammála um þörfina sem er til staðar. „Ef þú hugsar um kostnaðarhliðina þannig að sumar geta ekki mætt í vinnu eru jafnvel á örorku sumar að þá held ég að þetta margborgi sig fyrir ríkið líka að klár þetta bæði í þessum aðgerðum og öðrum sem eru biðlistar“ segir Jón Ívar um stöðuna sem hefur myndast. Willum allur af vilja gerður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur verið í samskiptum við Jón Ívar og Endó samtökin og telja þau hann vera allan af vilja gerður. „Ég hef hitt hann einu sinni og hann var mjög jákvæður og sagðist ætla að ganga í þetta mál þannig að við sjáum hvernig það fer fram en ég hef trú á því að hann geri það,“ segir Jón Ívar fullur bjartsýni með framtíðina. Í vikunni gaf Willum út yfirlýsingu þess efnis að markmiðið væri að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Hann segir mikilvægt að nýta þá þekkingu sem til er á landinu. „Það er einhver stífla einhversstaðar. Við upplifum að ráðherra sé allur af vilja gerður en það þarf að koma í ljós hvort að það sé hans ákvörðun að taka,“ segir Sigríður Halla.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala. 3. febrúar 2022 09:33 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. 6. nóvember 2021 17:50 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala. 3. febrúar 2022 09:33
Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35
Greiða ekki fyrir aðgerð heima sem þeir samþykktu að greiða fyrir á Spáni Sjúkratryggingar munu ekki greiða fyrir aðgerð konu vegna endómetríósu sem hún mun gangast undir hér heima, þrátt fyrir að hafa samþykkt að greiða fyrir aðgerðina erlendis. Konan, sem er á fertugsaldri, hefur upplifað mikinn sársauka frá því að hún byrjaði á blæðingum en var ekki greind fyrr en legið var fjarlægt 20 árum seinna. 6. nóvember 2021 17:50
Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01