Ljósmyndasýningu ætlað að hvetja konur í leghálsskimun Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 16:59 Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, opnaði sýninguna í dag. Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun. Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Eftir að leghálskimanir voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar í ársbyrjun 2021 fór að bera á vandkvæðum. Biðtími lengdist þar sem sýni voru send til Danmerkur til greiningar. Nú hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt og mun Landspítali annast greiningu sýna. Í dag er biðtími eftir niðurstöðu rannsóknanna allt að 40 dagar, en í mörgum tilfellum líða þó aðeins ein til tvær vikur. Þetta er sami biðtími og konur gátu reiknað með hjá Krabbameinsfélaginu. Að því er segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Mikilvægt að fleiri mæti í skimun Að sögn Ágústs Inga Ágústssonar, yfirlæknis Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, er nú mikilvægt að hvetja konur til að mæta í skimun, en þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini hefur farið minnkandi síðustu ár. „„Við erum komin á allt annan og betri stað í dag en fyrir ári síðan, enda höfum við lagt mikla vinnu í að koma þessari mikilvægu þjónustu í það horf sem hún á að vera í. Við munum að sjálfsögðu halda ótrauð áfram að bæta þjónustuna, bæði hvað varðar upplýsingar um skimunina og þá þjónustu sem veitt er. Nú er stóra verkefnið hins vegar að fá konur til að mæta í skimun og þess vegna blásum við til sóknar í þeim efnum,“ segir Ágúst. Til þess að vekja athygli á málinu hefur verið blásið til ljósmyndasýningar í Kringlunni sem stendur út febrúarmánuð. Í hópi kvenna sem styðja átakið með þátttöku sinni í ljósmyndasýningunni eru Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Ljósmyndun Kringlan Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira