Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:01 Felix Bergsson Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins hefur fengið skammir frá spænskum Eurovisionaðdáendum. Vísir/Kolbeinn Tumi Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar. Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“ Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“
Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira