Hugsaði til látinnar vinkonu sinnar eftir sögulegt Ólympíugull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 14:01 Enginn íþróttamaður hefur unnið gullverðlaun á fleiri Vetrarólympíuleikum en Ireen Wüst. getty/Elsa Hollenska skautakonan Ireen Wüst skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún varð hlutskörpust í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Wüst hefur nú unnið til gullverðlauna á fimm Vetrarólympíuleikum. Enginn annar íþróttamaður hefur afrekað það. From Turin 2006 to Beijing 2022 Ireen Wust is the first athlete to win individual gold at Olympic Games #Beijing2022 | @Ireenw pic.twitter.com/Bb9fdIMidD— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Ekki nóg með að Wüst hafi unnið gullið í 1.500 metra skautahlaupinu heldur setti hún nýtt Ólympíumet, 1:53,28 mínútur. Miho Takagi frá Japan varð önnur og landa Wüst, Antoinette de Jong, þriðja. Eftir keppnina í dag minntist Wüst vinkonu sinnar, skautahlauparans Paulien van Deutekom, sem lést í janúar 2019 af völdum lungnakrabbameins. „Ég sakna hennar á hverjum degi, sérstaklega á stundum eins og þessari. Venjulega værum við að talast við í síma og gráta saman. Það er ekki hægt núna en kannski er hún að halda partí þarna uppi,“ sagði Wüst. Paulien van Deutekom og Ireen Wüst á HM 2008.getty/Matthias Kern Þetta eru sjöttu gullverðlaunin sem Wüst vinnur á Vetrarólympíuleikum. Auk þess hefur hún unnið fimm silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Wüst getur enn bætt verðlaunum í safnið en hún á eftir að keppa í þúsund metra skautahlaupi á leikunum í Peking. Hin 35 ára Wüst er sigursælasti Ólympíufari Hollands frá upphafi og sigursælasti skautahlaupari í sögu Vetrarólympíuleikanna. Hún ætlar að leggja skautana á hilluna í næsta mánuði.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Holland Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira