„Það kom smá babb í bátinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 14:43 Svona var staðan á sjöunda tímanum í morgun. Síðan þá hafa sveitungar lagt hönd á plóg. North West Hotel & Restaurant Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. „Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17. Veður Húnaþing vestra Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
„Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17.
Veður Húnaþing vestra Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira