Rodman var í gær kölluð inn í hópinn fyrir Abby Dahlkemper sem missir af mótinu vegna bakmeiðsla. Dahlkemper er varnarmaður en Rodman er framherji.
NEWS: @trinity_rodman will replace @AbbyDahlkemper on the #USWNT roster for the 2022 #SheBelievesCup, pres. by @Visa.
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 7, 2022
Rodman will now be on the final tournament roster after Dahlkemper was ruled out due to a back injury. Get well soon, Abby!
Rodman verður því í 23 manna hópnum sem mætir Tékklandi, Nýja-Sjálandi og Íslandi á mótinu sem fer fram í Kaliforníu og Texas frá 17. til 23. febrúar.
Hún er nítján ára gömul og sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í bandarísku kvennadeildinni. Hún var kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar og varð bandarískur meistari með Washington Spirit.
Washington Spirit launaði frábæra frammistöðu Rodman með því að gera við hana nýjan samning þar sem hún verður fyrsta bandaríska fótboltakonan til að fá milljón dollara samning.
History = made!
— The GIST USA (@thegistusa) February 2, 2022
Trinity Rodman just out here setting new standards of contracts on the heels of the NWSL's first CBA. LFG! #thegist
h/t @brfootball pic.twitter.com/HmECzle8WQ
Hún vakti fyrst athygli fyrir að vera dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman en var heldur betur fljót að skapa sér nafn fyrir frammistöðu sína inn á vellinum.
Landsliðsþjálfarinn Vlatko Andonovski er að yngja upp í bandaríska liðinu en hann valdi sem dæmi ekki reynsluboltana Alex Morgan og Megan Rapinoe í hópinn sinn.