Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni og Salah átti að taka síðustu vítaspyrnu Egypta en ekki kom til þess þar sem að Sadio Mané hafði þá þegar tryggt Senegal sigurinn.
Í klefanum eftir leik tók Salah til máls, eins og sjá má hér að neðan, og minnti félaga sína á það að í mars væri tækifæri til hefnda því þá spila Egyptaland og Senegal tvo umspilsleiki um sæti á HM í Katar í lok þessa árs.
Even with his clear disappointment in losing the AFCON final, Mo Salah was still rallying his teammates with a speech in the dressing room after the game.
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) February 7, 2022
What a leader pic.twitter.com/1l8k3tggpO
„Við spiluðum fjóra 120 mínútna leiki á 12 dögum,“ sagði Salah eftir tapið í úrslitaleiknum. „En þetta tilheyrir fortíðinni. Við eigum núna leikina við þá í næsta mánuði og ef Allah lofar þá munum við ná fram hefndum þar,“ sagði Liverpool-stjarnan.
Egyptaland og Senegal mætast 23. og 29. mars í einu af fimm einvígum Afríkuþjóða um sæti á HM.
Fram að því verður Salah hins vegar með Liverpool og hann er þegar mættur aftur til æfinga og gæti mögulega verið með liðinu í leiknum við Leicester á fimmtudaginn í ensku úrvalsdeildinni.