Prestur ánægður með að strákarnir okkar séu duglegir að tala um tilfinningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 09:31 Handboltalandsliðið fagnar hér sigri á EM og séra Guðni Már Haraldsson á bæn. Samsett/Getty&S2 Sport Guðjón Guðmundsson var aftur mættur með innslag í Seinni bylgjuna í fyrsta þætti eftir Evrópumótið í handbolta. Það þessu sinni hitti hann prest í Kópavogi sem er mikill handboltaáhugamaður. „Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira