Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 18:11 Heildareignir bankans voru 1.314 milljarðar króna í árslok og jukust þau um tólf prósent á árinu. Vísir/Vilhelm Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningu að íslenskir lífeyrissjóðir hafi átt tæplega 47 prósent hlutafjár í bankanum og rúmlega níutíu prósent hluthafa séu íslenskir. Í heildina eru þeir um 11.300 talsins og fjölgaði þeim um meira en 50 prósent á árinu. Arðsemi eiginfjár bankans var 13,4 prósent á ársfjórðungnum og 14,7 prósent á árinu. Heildareignir bankans voru 1.314 milljarðar króna í árslok og jukust þau um tólf prósent á árinu. Þá námu arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans 31,5 milljörðum króna á síðasta ári. Áhugasamir geta kafað dýpra í ársfjórðungsuppgjör Arion banka hér á vef bankans. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka: „Starfsemi Arion banka gekk vel á árinu 2021 þrátt fyrir að heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafi sett mark sitt á árið. Bankinn náði öllum sínum rekstrarmarkmiðum og vann að fjölmörgum spennandi verkefnum með viðskiptavinum sínum. Efnahagur bankans er áfram sterkur og eiginfjárhlutfall 23,8%. Hlutfall eiginfjár þáttar 1 var í árslok 19,6%, þrátt fyrir endurkaup og arðgreiðslu á árinu, en markmið bankans er að hlutfallið sé 17% og eru tillögur stjórnar bankans um arðgreiðslur á árinu 2022 skref í áttina að því markmiði og í takt við arðgreiðslustefnu bankans. Í árslok áttu íslenskir lífeyrissjóðir tæplega 47% hlutafjár í Arion banka og voru rúmlega 90% hluthafa íslenskir. Fjöldi hluthafa í árslok var um 11.300 og fjölgaði um meira en 50% á árinu. Við leggjum okkur fram um að vera góður samstarfsaðili og stuðla að sameiginlegum árangri okkar og viðskiptavina okkar. Á þessu ári unnum við með fjölda fyrirtækja að spennandi verkefnum eins og útboð Arctic Fish, Play, Íslandsbanka og Solid Clouds eru góð dæmi um. Einnig kom bankinn að lána- og ráðgjafarverkefnum stórra fyrirtækja í lyfja-, smásölu-, fjarskipta- og byggingargeirunum. Árið var metár í íbúðalánum en bankinn lánaði alls 211 milljarða króna í íbúðalán og óx íbúðalánasafn bankans um 85 milljarða króna. Þær eignir sem viðskiptavinir okkar hafa falið okkur að stýra fyrir sína hönd jukust um rétt tæp 20% og námu í árslok 1.352 milljörðum króna. Arion banki var að auki með hæstu hlutdeild í miðlun hlutabréfa í kauphöll sjötta árið í röð. Bankar gegna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi með því að fjármagna þau verkefni sem fyrirtæki, fjárfestar og heimili vilja ráðast í. Í takt við umhverfis- og loftlagsstefnu bankans leggjum við sérstaka áherslu á græn fjármál og gaf bankinn á árinu út sína fyrstu heilstæðu grænu fjármálaumgjörð sem nær bæði til útlána bankans og fjármögnunar. Í kjölfarið gaf bankinn út græn skuldabréf, bæði í íslenskum krónum og evrum, fyrir alls um 48 milljarða króna. Fyrsta nýja græna lánið sem bankinn veitti undir fjármálaumgjörðinni nam um 16 milljörðum og snéri að fjárfestingu Norðuráls í nýrri framleiðslulínu sem mun draga verulega úr orkunotkun í framleiðslu á álstöngum og hefur mun lægra kolefnisspor en ef framleiðslan færi fram erlendis. Við höfum haft forystu hér á landi á sviði stafrænnar fjármálaþjónustu. Á árinu bættum við hlutabréfa- og sjóðaviðskiptum í Arion appið og fjöldi viðskipta með hlutabréf í gegnum netbanka og app meira en þrefaldaðist frá fyrra ári. Lífeyrismálin í appinu halda áfram að vekja lukku og hefur sala lífeyrissamninga og flutningar á inneign aukist til muna. Við sjáum af þessum tveimur nýjungum hversu vel viðskiptavinir okkar kunna að meta það þegar við einföldum þjónustu sem í hugum margra er flókin og fjarlæg. Á árinu hefur samstarf Arion banka og Varðar, dótturfélags bankans, aukist til muna. Samstarfið snýr ekki síst að sölumálum og rekstri innviða og hefur Vörður flutt starfsemi sína í höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19. Hinar öflugu stafrænu sölu- og þjónustuleiðir okkar munu gegna mikilvægu hlutverki í samstarfi félaganna. Jafnframt eykur samstarfið fjölbreytni þeirrar fjármálaþjónustu sem viðskiptavinir geta sótt til Arion banka en óhætt er að segja að Arion banki sé það fjármálafyrirtæki á Íslandi í dag sem býður hvað fjölbreyttustu fjármálaþjónustuna í gegnum fjölbreyttar og nútímalegar þjónustuleiðir.“ Íslenskir bankar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningu að íslenskir lífeyrissjóðir hafi átt tæplega 47 prósent hlutafjár í bankanum og rúmlega níutíu prósent hluthafa séu íslenskir. Í heildina eru þeir um 11.300 talsins og fjölgaði þeim um meira en 50 prósent á árinu. Arðsemi eiginfjár bankans var 13,4 prósent á ársfjórðungnum og 14,7 prósent á árinu. Heildareignir bankans voru 1.314 milljarðar króna í árslok og jukust þau um tólf prósent á árinu. Þá námu arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans 31,5 milljörðum króna á síðasta ári. Áhugasamir geta kafað dýpra í ársfjórðungsuppgjör Arion banka hér á vef bankans. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka: „Starfsemi Arion banka gekk vel á árinu 2021 þrátt fyrir að heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafi sett mark sitt á árið. Bankinn náði öllum sínum rekstrarmarkmiðum og vann að fjölmörgum spennandi verkefnum með viðskiptavinum sínum. Efnahagur bankans er áfram sterkur og eiginfjárhlutfall 23,8%. Hlutfall eiginfjár þáttar 1 var í árslok 19,6%, þrátt fyrir endurkaup og arðgreiðslu á árinu, en markmið bankans er að hlutfallið sé 17% og eru tillögur stjórnar bankans um arðgreiðslur á árinu 2022 skref í áttina að því markmiði og í takt við arðgreiðslustefnu bankans. Í árslok áttu íslenskir lífeyrissjóðir tæplega 47% hlutafjár í Arion banka og voru rúmlega 90% hluthafa íslenskir. Fjöldi hluthafa í árslok var um 11.300 og fjölgaði um meira en 50% á árinu. Við leggjum okkur fram um að vera góður samstarfsaðili og stuðla að sameiginlegum árangri okkar og viðskiptavina okkar. Á þessu ári unnum við með fjölda fyrirtækja að spennandi verkefnum eins og útboð Arctic Fish, Play, Íslandsbanka og Solid Clouds eru góð dæmi um. Einnig kom bankinn að lána- og ráðgjafarverkefnum stórra fyrirtækja í lyfja-, smásölu-, fjarskipta- og byggingargeirunum. Árið var metár í íbúðalánum en bankinn lánaði alls 211 milljarða króna í íbúðalán og óx íbúðalánasafn bankans um 85 milljarða króna. Þær eignir sem viðskiptavinir okkar hafa falið okkur að stýra fyrir sína hönd jukust um rétt tæp 20% og námu í árslok 1.352 milljörðum króna. Arion banki var að auki með hæstu hlutdeild í miðlun hlutabréfa í kauphöll sjötta árið í röð. Bankar gegna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi með því að fjármagna þau verkefni sem fyrirtæki, fjárfestar og heimili vilja ráðast í. Í takt við umhverfis- og loftlagsstefnu bankans leggjum við sérstaka áherslu á græn fjármál og gaf bankinn á árinu út sína fyrstu heilstæðu grænu fjármálaumgjörð sem nær bæði til útlána bankans og fjármögnunar. Í kjölfarið gaf bankinn út græn skuldabréf, bæði í íslenskum krónum og evrum, fyrir alls um 48 milljarða króna. Fyrsta nýja græna lánið sem bankinn veitti undir fjármálaumgjörðinni nam um 16 milljörðum og snéri að fjárfestingu Norðuráls í nýrri framleiðslulínu sem mun draga verulega úr orkunotkun í framleiðslu á álstöngum og hefur mun lægra kolefnisspor en ef framleiðslan færi fram erlendis. Við höfum haft forystu hér á landi á sviði stafrænnar fjármálaþjónustu. Á árinu bættum við hlutabréfa- og sjóðaviðskiptum í Arion appið og fjöldi viðskipta með hlutabréf í gegnum netbanka og app meira en þrefaldaðist frá fyrra ári. Lífeyrismálin í appinu halda áfram að vekja lukku og hefur sala lífeyrissamninga og flutningar á inneign aukist til muna. Við sjáum af þessum tveimur nýjungum hversu vel viðskiptavinir okkar kunna að meta það þegar við einföldum þjónustu sem í hugum margra er flókin og fjarlæg. Á árinu hefur samstarf Arion banka og Varðar, dótturfélags bankans, aukist til muna. Samstarfið snýr ekki síst að sölumálum og rekstri innviða og hefur Vörður flutt starfsemi sína í höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19. Hinar öflugu stafrænu sölu- og þjónustuleiðir okkar munu gegna mikilvægu hlutverki í samstarfi félaganna. Jafnframt eykur samstarfið fjölbreytni þeirrar fjármálaþjónustu sem viðskiptavinir geta sótt til Arion banka en óhætt er að segja að Arion banki sé það fjármálafyrirtæki á Íslandi í dag sem býður hvað fjölbreyttustu fjármálaþjónustuna í gegnum fjölbreyttar og nútímalegar þjónustuleiðir.“
Íslenskir bankar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira