Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 18:11 Heildareignir bankans voru 1.314 milljarðar króna í árslok og jukust þau um tólf prósent á árinu. Vísir/Vilhelm Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningu að íslenskir lífeyrissjóðir hafi átt tæplega 47 prósent hlutafjár í bankanum og rúmlega níutíu prósent hluthafa séu íslenskir. Í heildina eru þeir um 11.300 talsins og fjölgaði þeim um meira en 50 prósent á árinu. Arðsemi eiginfjár bankans var 13,4 prósent á ársfjórðungnum og 14,7 prósent á árinu. Heildareignir bankans voru 1.314 milljarðar króna í árslok og jukust þau um tólf prósent á árinu. Þá námu arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans 31,5 milljörðum króna á síðasta ári. Áhugasamir geta kafað dýpra í ársfjórðungsuppgjör Arion banka hér á vef bankans. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka: „Starfsemi Arion banka gekk vel á árinu 2021 þrátt fyrir að heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafi sett mark sitt á árið. Bankinn náði öllum sínum rekstrarmarkmiðum og vann að fjölmörgum spennandi verkefnum með viðskiptavinum sínum. Efnahagur bankans er áfram sterkur og eiginfjárhlutfall 23,8%. Hlutfall eiginfjár þáttar 1 var í árslok 19,6%, þrátt fyrir endurkaup og arðgreiðslu á árinu, en markmið bankans er að hlutfallið sé 17% og eru tillögur stjórnar bankans um arðgreiðslur á árinu 2022 skref í áttina að því markmiði og í takt við arðgreiðslustefnu bankans. Í árslok áttu íslenskir lífeyrissjóðir tæplega 47% hlutafjár í Arion banka og voru rúmlega 90% hluthafa íslenskir. Fjöldi hluthafa í árslok var um 11.300 og fjölgaði um meira en 50% á árinu. Við leggjum okkur fram um að vera góður samstarfsaðili og stuðla að sameiginlegum árangri okkar og viðskiptavina okkar. Á þessu ári unnum við með fjölda fyrirtækja að spennandi verkefnum eins og útboð Arctic Fish, Play, Íslandsbanka og Solid Clouds eru góð dæmi um. Einnig kom bankinn að lána- og ráðgjafarverkefnum stórra fyrirtækja í lyfja-, smásölu-, fjarskipta- og byggingargeirunum. Árið var metár í íbúðalánum en bankinn lánaði alls 211 milljarða króna í íbúðalán og óx íbúðalánasafn bankans um 85 milljarða króna. Þær eignir sem viðskiptavinir okkar hafa falið okkur að stýra fyrir sína hönd jukust um rétt tæp 20% og námu í árslok 1.352 milljörðum króna. Arion banki var að auki með hæstu hlutdeild í miðlun hlutabréfa í kauphöll sjötta árið í röð. Bankar gegna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi með því að fjármagna þau verkefni sem fyrirtæki, fjárfestar og heimili vilja ráðast í. Í takt við umhverfis- og loftlagsstefnu bankans leggjum við sérstaka áherslu á græn fjármál og gaf bankinn á árinu út sína fyrstu heilstæðu grænu fjármálaumgjörð sem nær bæði til útlána bankans og fjármögnunar. Í kjölfarið gaf bankinn út græn skuldabréf, bæði í íslenskum krónum og evrum, fyrir alls um 48 milljarða króna. Fyrsta nýja græna lánið sem bankinn veitti undir fjármálaumgjörðinni nam um 16 milljörðum og snéri að fjárfestingu Norðuráls í nýrri framleiðslulínu sem mun draga verulega úr orkunotkun í framleiðslu á álstöngum og hefur mun lægra kolefnisspor en ef framleiðslan færi fram erlendis. Við höfum haft forystu hér á landi á sviði stafrænnar fjármálaþjónustu. Á árinu bættum við hlutabréfa- og sjóðaviðskiptum í Arion appið og fjöldi viðskipta með hlutabréf í gegnum netbanka og app meira en þrefaldaðist frá fyrra ári. Lífeyrismálin í appinu halda áfram að vekja lukku og hefur sala lífeyrissamninga og flutningar á inneign aukist til muna. Við sjáum af þessum tveimur nýjungum hversu vel viðskiptavinir okkar kunna að meta það þegar við einföldum þjónustu sem í hugum margra er flókin og fjarlæg. Á árinu hefur samstarf Arion banka og Varðar, dótturfélags bankans, aukist til muna. Samstarfið snýr ekki síst að sölumálum og rekstri innviða og hefur Vörður flutt starfsemi sína í höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19. Hinar öflugu stafrænu sölu- og þjónustuleiðir okkar munu gegna mikilvægu hlutverki í samstarfi félaganna. Jafnframt eykur samstarfið fjölbreytni þeirrar fjármálaþjónustu sem viðskiptavinir geta sótt til Arion banka en óhætt er að segja að Arion banki sé það fjármálafyrirtæki á Íslandi í dag sem býður hvað fjölbreyttustu fjármálaþjónustuna í gegnum fjölbreyttar og nútímalegar þjónustuleiðir.“ Íslenskir bankar Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningu að íslenskir lífeyrissjóðir hafi átt tæplega 47 prósent hlutafjár í bankanum og rúmlega níutíu prósent hluthafa séu íslenskir. Í heildina eru þeir um 11.300 talsins og fjölgaði þeim um meira en 50 prósent á árinu. Arðsemi eiginfjár bankans var 13,4 prósent á ársfjórðungnum og 14,7 prósent á árinu. Heildareignir bankans voru 1.314 milljarðar króna í árslok og jukust þau um tólf prósent á árinu. Þá námu arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans 31,5 milljörðum króna á síðasta ári. Áhugasamir geta kafað dýpra í ársfjórðungsuppgjör Arion banka hér á vef bankans. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka: „Starfsemi Arion banka gekk vel á árinu 2021 þrátt fyrir að heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafi sett mark sitt á árið. Bankinn náði öllum sínum rekstrarmarkmiðum og vann að fjölmörgum spennandi verkefnum með viðskiptavinum sínum. Efnahagur bankans er áfram sterkur og eiginfjárhlutfall 23,8%. Hlutfall eiginfjár þáttar 1 var í árslok 19,6%, þrátt fyrir endurkaup og arðgreiðslu á árinu, en markmið bankans er að hlutfallið sé 17% og eru tillögur stjórnar bankans um arðgreiðslur á árinu 2022 skref í áttina að því markmiði og í takt við arðgreiðslustefnu bankans. Í árslok áttu íslenskir lífeyrissjóðir tæplega 47% hlutafjár í Arion banka og voru rúmlega 90% hluthafa íslenskir. Fjöldi hluthafa í árslok var um 11.300 og fjölgaði um meira en 50% á árinu. Við leggjum okkur fram um að vera góður samstarfsaðili og stuðla að sameiginlegum árangri okkar og viðskiptavina okkar. Á þessu ári unnum við með fjölda fyrirtækja að spennandi verkefnum eins og útboð Arctic Fish, Play, Íslandsbanka og Solid Clouds eru góð dæmi um. Einnig kom bankinn að lána- og ráðgjafarverkefnum stórra fyrirtækja í lyfja-, smásölu-, fjarskipta- og byggingargeirunum. Árið var metár í íbúðalánum en bankinn lánaði alls 211 milljarða króna í íbúðalán og óx íbúðalánasafn bankans um 85 milljarða króna. Þær eignir sem viðskiptavinir okkar hafa falið okkur að stýra fyrir sína hönd jukust um rétt tæp 20% og námu í árslok 1.352 milljörðum króna. Arion banki var að auki með hæstu hlutdeild í miðlun hlutabréfa í kauphöll sjötta árið í röð. Bankar gegna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi með því að fjármagna þau verkefni sem fyrirtæki, fjárfestar og heimili vilja ráðast í. Í takt við umhverfis- og loftlagsstefnu bankans leggjum við sérstaka áherslu á græn fjármál og gaf bankinn á árinu út sína fyrstu heilstæðu grænu fjármálaumgjörð sem nær bæði til útlána bankans og fjármögnunar. Í kjölfarið gaf bankinn út græn skuldabréf, bæði í íslenskum krónum og evrum, fyrir alls um 48 milljarða króna. Fyrsta nýja græna lánið sem bankinn veitti undir fjármálaumgjörðinni nam um 16 milljörðum og snéri að fjárfestingu Norðuráls í nýrri framleiðslulínu sem mun draga verulega úr orkunotkun í framleiðslu á álstöngum og hefur mun lægra kolefnisspor en ef framleiðslan færi fram erlendis. Við höfum haft forystu hér á landi á sviði stafrænnar fjármálaþjónustu. Á árinu bættum við hlutabréfa- og sjóðaviðskiptum í Arion appið og fjöldi viðskipta með hlutabréf í gegnum netbanka og app meira en þrefaldaðist frá fyrra ári. Lífeyrismálin í appinu halda áfram að vekja lukku og hefur sala lífeyrissamninga og flutningar á inneign aukist til muna. Við sjáum af þessum tveimur nýjungum hversu vel viðskiptavinir okkar kunna að meta það þegar við einföldum þjónustu sem í hugum margra er flókin og fjarlæg. Á árinu hefur samstarf Arion banka og Varðar, dótturfélags bankans, aukist til muna. Samstarfið snýr ekki síst að sölumálum og rekstri innviða og hefur Vörður flutt starfsemi sína í höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19. Hinar öflugu stafrænu sölu- og þjónustuleiðir okkar munu gegna mikilvægu hlutverki í samstarfi félaganna. Jafnframt eykur samstarfið fjölbreytni þeirrar fjármálaþjónustu sem viðskiptavinir geta sótt til Arion banka en óhætt er að segja að Arion banki sé það fjármálafyrirtæki á Íslandi í dag sem býður hvað fjölbreyttustu fjármálaþjónustuna í gegnum fjölbreyttar og nútímalegar þjónustuleiðir.“
Íslenskir bankar Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent