Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram.
Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm
— Quartz (@qz) February 9, 2022
Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu.
Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna.
Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni.
The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.
— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022
They have also been gifted a plot of land in Dakar.
[@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY
Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi.
Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn.
Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað.