Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Íslensku strákarnir fagna sigri á Frökkum á Evrópumótinu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur. Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur.
Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira