Sænska stjarnan kom aftur örmagna í mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 12:30 Frida Karlsson var búin á því þegar hún kom í mark í tíu kílómetra skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. getty/Patrick Smith Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Fridu Karlsson, einni skærustu skíðastjörnu Svía, á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjá meira
Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjá meira