#Kommentsens Matthías Freyr Matthíasson og Þóra Björnsdóttir skrifa 10. febrúar 2022 13:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun