Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Aron Pálmarsson fagna sigri i riðlakeppni Evrópumótsins. Hann veiktist síðan af veirunni og spilaði aðeins í nokkrar mínútur í viðbót á mótinu. Getty/Kolektiff Images Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða