Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:27 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir fréttir af skotárásum hafa færst nær og nær. Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu. Í aðsendri grein sem Jódís birtir á Vísi í dag segir hún að mikil umræða hafi skapast um skotvopnaeign almennings undanfarin ár, til að mynda eftir fjölda skotárása í bandarískum háskólum. Nú hafa fréttir af skotárásum færst nær. „Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg,“ segir Jódís í greininni. Nú síðast í nótt var skotárás í miðborg Reykjavíkur þar sem íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu en þrír voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Sjálf kveðst hún vera skotvopnaeigandi og segir skotvopn ekki í eðli sínum hættuleg en tryggja þurfi öryggi. Þá að það hafi verið meðal hennar fyrstu verka eftir að hún settist á þing að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. „Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu,“ segir Jódís. Hún hafi þó eftir samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákveðið að leggja ekki fram umrætt frumvarp þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga væri í farvatninu. „Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir Jódís. „Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum.“ Vinstri græn Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Í aðsendri grein sem Jódís birtir á Vísi í dag segir hún að mikil umræða hafi skapast um skotvopnaeign almennings undanfarin ár, til að mynda eftir fjölda skotárása í bandarískum háskólum. Nú hafa fréttir af skotárásum færst nær. „Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg,“ segir Jódís í greininni. Nú síðast í nótt var skotárás í miðborg Reykjavíkur þar sem íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu en þrír voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Sjálf kveðst hún vera skotvopnaeigandi og segir skotvopn ekki í eðli sínum hættuleg en tryggja þurfi öryggi. Þá að það hafi verið meðal hennar fyrstu verka eftir að hún settist á þing að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. „Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu,“ segir Jódís. Hún hafi þó eftir samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákveðið að leggja ekki fram umrætt frumvarp þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga væri í farvatninu. „Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir Jódís. „Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum.“
Vinstri græn Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37