Þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 21:19 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega svekktur með þriggja marka tap sinna manna gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi gerst sekir um of mörg aulamistök. „Svona ef við horfum á þetta strax eftir leik þá erum við að klikka á mikið af dauðafærum í seinni hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Halldór að leik loknum. „Við erum líka með of marga tæknifeila. Það er kannski það sem klárar okkur. Við fáum 30 mörk á okkur sem er ekkert líkt okkur heldur, en leikurinn var hraður og við hefðum auðveldlega getað skorað 33 mörk í kvöld.“ „En svo eru þetta líka einföld mistök varnarlega á sama tíma og við erum að klikka á hinum endanum. Við komum samt til baka og þá förum við aftur að gera okkur seka um aulamistök. Það var margt sem var fínt en þetta svíður samt svona strax eftir leik. Þrjú víti og öll þessi dauðafæri.“ Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, en Haukarnir sigu fram úr snemma í síðari hálfleik þegar Aron Rafn Eðvaldsson gjörsamlega lokaði búrinu. Halldór segir að þrátt fyrir að Aron sé góður markvörður, þá geti Selfyssingar líka sjálfum sér um kennt. „Við vitum að Aron er frábær markmaður og allt það. En við erum að skjóta mikið á fyrsta tempói og í millihæð. Við erum að skjóta beint út frá hendi og taka skot sem góðir markmenn taka bara.“ „Það svíður auðvitað af því að við erum að skjóta á þrjá góða markmenn á æfingum og eigum að vita þetta. Við eigum bara að gera betur í þessum dauðafærum.“ Selfyssingar hafa oftar en einu sinni misst jafnan leik niður í nokkuð stórt tap á þessu tímabili og það virtist stefna í það í dag. Þeir komu þó til baka og gerðu þetta að leik aftur, en Halldór segir að liðið verði að reyna að eyða þessum kafla úr sínum leik. „Snemma í vetur voru auðvitað allt of oft of miklar sveiflur í okkar leik. Það orsakaðist kannski að einhverju leiti af því að okkur vantaði gríðarlegan fjölda af leikmönnum.“ „Þennan síðasta eina og hálfan mánuð vorum við samt bara helvíti góðir og söfnuðum alveg fullt af stigum. Þessi frammistaða í dag var kannski ekkert langt frá því að mörgu leiti. Betri heldur en var í upphafi tímabils allavega.“ „En við þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik og við erum alltaf að reyna að vinna í því. Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem við missum leikin svolítið frá okkur, en eins og ég segi þá er það aðallega af því að við erum að klikka á mikið af dauðafærum og svekkja okkur á því varnarlega. Missum menn og erum að gera tvöfalda feila. Eins og bara með Tryggva Þóris, hann klikkar á færi og tekur það með sér í varnarleikinn og klikkar aftur. Það er kannski smá reynsluleysi sem hann lærir þá bara af með ákveðnum aldri og tíma.“ Að lokum sagði Halldór nokkur orð um Sverri Pálsson sem var að leika sinn fyrsta keppnisleik í 999 daga eftir löng og erfið meiðsli. „Við höfum tekið mjög langan tíma með Sverri á gólfinu. Hann byrjaði að æfa með okkur í nóvember og hann hefur eflst með hverri vikunni síðan þá. Við þurfum bara að passa upp á hann því hann hefur náttúrulega gríðarlega reynslu og hæfileika sem varnarmaður.“ „Hann kom mjög sterkt inn í dag og stóð sig bara vel. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd að koma til baka eftir þetta langa meiðslaferðalag. Eins og þú segir, 999 dagar. Það væri einhver búinn að gefast upp. En hann er hér og fyrir það erum við ótrúlega þakklátir og ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 27-30 | Haukar höfðu betur í hörkuleik Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. 13. febrúar 2022 20:54 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
„Svona ef við horfum á þetta strax eftir leik þá erum við að klikka á mikið af dauðafærum í seinni hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Halldór að leik loknum. „Við erum líka með of marga tæknifeila. Það er kannski það sem klárar okkur. Við fáum 30 mörk á okkur sem er ekkert líkt okkur heldur, en leikurinn var hraður og við hefðum auðveldlega getað skorað 33 mörk í kvöld.“ „En svo eru þetta líka einföld mistök varnarlega á sama tíma og við erum að klikka á hinum endanum. Við komum samt til baka og þá förum við aftur að gera okkur seka um aulamistök. Það var margt sem var fínt en þetta svíður samt svona strax eftir leik. Þrjú víti og öll þessi dauðafæri.“ Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, en Haukarnir sigu fram úr snemma í síðari hálfleik þegar Aron Rafn Eðvaldsson gjörsamlega lokaði búrinu. Halldór segir að þrátt fyrir að Aron sé góður markvörður, þá geti Selfyssingar líka sjálfum sér um kennt. „Við vitum að Aron er frábær markmaður og allt það. En við erum að skjóta mikið á fyrsta tempói og í millihæð. Við erum að skjóta beint út frá hendi og taka skot sem góðir markmenn taka bara.“ „Það svíður auðvitað af því að við erum að skjóta á þrjá góða markmenn á æfingum og eigum að vita þetta. Við eigum bara að gera betur í þessum dauðafærum.“ Selfyssingar hafa oftar en einu sinni misst jafnan leik niður í nokkuð stórt tap á þessu tímabili og það virtist stefna í það í dag. Þeir komu þó til baka og gerðu þetta að leik aftur, en Halldór segir að liðið verði að reyna að eyða þessum kafla úr sínum leik. „Snemma í vetur voru auðvitað allt of oft of miklar sveiflur í okkar leik. Það orsakaðist kannski að einhverju leiti af því að okkur vantaði gríðarlegan fjölda af leikmönnum.“ „Þennan síðasta eina og hálfan mánuð vorum við samt bara helvíti góðir og söfnuðum alveg fullt af stigum. Þessi frammistaða í dag var kannski ekkert langt frá því að mörgu leiti. Betri heldur en var í upphafi tímabils allavega.“ „En við þurfum kannski að hafa aðeins meira kontról á okkar leik og við erum alltaf að reyna að vinna í því. Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem við missum leikin svolítið frá okkur, en eins og ég segi þá er það aðallega af því að við erum að klikka á mikið af dauðafærum og svekkja okkur á því varnarlega. Missum menn og erum að gera tvöfalda feila. Eins og bara með Tryggva Þóris, hann klikkar á færi og tekur það með sér í varnarleikinn og klikkar aftur. Það er kannski smá reynsluleysi sem hann lærir þá bara af með ákveðnum aldri og tíma.“ Að lokum sagði Halldór nokkur orð um Sverri Pálsson sem var að leika sinn fyrsta keppnisleik í 999 daga eftir löng og erfið meiðsli. „Við höfum tekið mjög langan tíma með Sverri á gólfinu. Hann byrjaði að æfa með okkur í nóvember og hann hefur eflst með hverri vikunni síðan þá. Við þurfum bara að passa upp á hann því hann hefur náttúrulega gríðarlega reynslu og hæfileika sem varnarmaður.“ „Hann kom mjög sterkt inn í dag og stóð sig bara vel. Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hans hönd að koma til baka eftir þetta langa meiðslaferðalag. Eins og þú segir, 999 dagar. Það væri einhver búinn að gefast upp. En hann er hér og fyrir það erum við ótrúlega þakklátir og ánægðir fyrir hans hönd,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 27-30 | Haukar höfðu betur í hörkuleik Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. 13. febrúar 2022 20:54 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 27-30 | Haukar höfðu betur í hörkuleik Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. 13. febrúar 2022 20:54