Eina: Margar af stjörnum íslenska landsliðsins fóru í handboltaskólann í Kiel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Ómar Ingi Magnússon og Lovísa Thompson eru meðal þeirra sem hafa farið í handboltaskólann í Kiel. Margar af skærustu stjörnum íslenska handboltans fóru í handboltaskólann í Kiel í Þýskalandi. Guðjón Guðmundsson kynnti sér þennan eina íslenska handboltaskóla í Kiel í Seinni bylgjunni. Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sjá meira
Maðurinn á bak við handboltaskólann í Kiel er Árni Stefánsson, þrautreyndur þjálfari sem gerði HK meðal annars að bikarmeisturum 2003 og starfaði lengi við hlið Alfreðs Gíslasonar. Og hann leitaði einmitt til Alfreðs þegar hann vildi setja handboltaskóla á stofn í vöggu handboltans, Kiel í Þýskalandi. Alfreð var þá þjálfari Kiel. „Fyrir svona tíu árum datt mér í hug að það vantaði handboltaskóla. Það eru til fótboltaskólar og þetta er vinsæl fermingargjöf og annað. Ég talaði við vin minn Alfreð Gíslason hjá Kiel og viðraði hugmyndina við hann og hann gaf grænt ljós á að við mættum koma í heimsókn, fara á æfingu hjá liðinu og hitta leikmenn eftir hana. Þá byrjaði boltinn að rúlla,“ sagði Árni við Gaupa. Að hans sögn eru fimmtíu krakkar í hverri ferð og í sumar verða ferðirnar tvær. Klippa: Eina - Handboltaskólinn í Kiel Í handboltaskólanum er farið yfir alla þætti leiksins og krakkarnir fá að kynnast afreksmannaumhverfinu. „Þetta eru tvær æfingar á dag, fyrirlestrar, myndbandsfundir, alls konar öðruvísi fundir, aukaæfingar og styrktaræfingar. Við förum í allt sem krakkarnir þurfa að læra til að geta orðið afreksmenn í handbolta,“ sagði Árni. Margt af fremsta handboltafólki Íslands í dag fór í handboltaskólann í Kiel á sínum tíma. Má þar meðal annars nefna Ómar Inga Magnússon, Ými Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Elliða Snæ Viðarsson, Söndru Erlingsdóttur og Lovísu Thompson. „Það má segja að bestu handboltakrakkarnir á landinu sækist í þetta. Það er virkilega gaman að kynnast þessum krökkum og sjá síðan hvert þau fara,“ sagði Árni. Eina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Sjá meira
Bjarni gaf Rúnari KA-treyju og Henry Birgir réðst inn í settið Létt var yfir mönnum undir lok Seinni bylgjunnar í gær þar sem gjöfum var útdeilt og óvæntur gestur lét sjá sig. 14. febrúar 2022 18:00