Stelpurnar komnar í sólina í Los Angeles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2022 17:46 Agla María Albertsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kátar á æfingu í Los Angeles í dag. ksí Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kom saman í Los Angeles í Kaliforníu í gær. Framundan er SheBelieves mótið þar sem Ísland mætir þremur sterkum liðum. Allir leikmenn íslenska liðsins eru komnir út til Bandaríkjanna og æfðu saman í sólinni í Los Angeles í dag. A landslið kvenna er mætt til Los Angeles.Fyrsti leikur liðsins á SheBelieves Cup er á fimmtudag kl. 23:00 að íslenskum tíma, en þá mætir liðið Nýja Sjálandi.#dottir #LeiðinTilEnglands #alltundir pic.twitter.com/C6cvhn7u0g— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 15, 2022 Ísland tekur þátt á SheBelieves mótinu í fyrsta. Auk íslenska liðsins taka Bandaríkin, Tékkland og Nýja-Sjáland þátt að þessu sinni. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Ný-Sjálendingum klukkan 01:00 aðfaranótt föstudags. Leikurinn fer fram á Dignity Health Sports Park, heimavelli MLS-liðsins Los Angeles Galaxy. Ísland mætir svo Tékklandi á sama velli klukkan 23:00 á sunnudaginn. Íslenska liðið færir sig svo yfir til Dallas í Texas og mætir þar heimsmeisturum Bandaríkjanna á Toyota Stadium, heimavelli FC Dallas, klukkan 02:00 aðfaranótt fimmtudagsins 24. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn síðan á Algarve-mótinu 2015 sem Ísland mætir Bandaríkjunum. Þá gerðu liðin markalaust jafntefli. Ísland og Bandaríkin hafa alls mæst fjórtán sinnum. Bandaríska liðið hefur unnið tólf leiki og tvisvar hefur orðið jafntefli. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik gegn Bandaríkjunum á Algarve mótinu 2013.epa/JOSE JOAO SA Ísland og Nýja-Sjáland hafa einu sinni mæst. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Algarve mótinu 2016 en Ný-Sjálendingar unnu í vítaspyrnukeppni, 6-5. Ísland og Tékkland hafa fimm sinnum mæst, síðast í undankeppni HM síðasta haust. Þá unnu Íslendingar 4-0 sigur með mörkum Dagnýjar Brynjarsdóttur, Svövu Rósar Guðmundsdóttur og Gunnhildar Yrsu Jónsdóttir. Þá skoraði leikmaður Tékka sjálfsmark. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Tékkum. Ísland og Tékkland mætast svo aftur í Teplice 12. apríl. Fimm dögum áður mætir Ísland Hvíta-Rússlandi í Borisov. Með sigri í báðum leikjunum kemst Ísland á topp riðilsins í undankeppni HM og kemur sér í afar góða stöðu fyrir síðustu tvo leikina í henni í haust. Þorsteinn Halldórsson valdi 23 leikmenn í íslenska hópinn sem má sjá hér fyrir neðan. Markverðir Sandra Sigurðardóttir - Valur - 39 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 5 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik Varnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir - Kalmar - 123 leikir, 3 mörk Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 97 leikir, 6 mörk Sif Atladóttir - Selfoss - 84 leikir Elísa Viðarsdóttir - Valur - 43 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 41 leikur Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 13 leikir, 1 mark Ásta Eir Árnadóttir - Breiðablik - 8 leikir Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 4 leikir Miðjumenn Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 97 leikir, 32 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 84 leikir, 12 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 19 leikir, 3 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 16 leikir, 1 mark Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 13 leikir, 5 mörk Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 7 leikir Ída Marín Hermannsdóttir - Valur - 1 leikur Sóknarmenn Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Brann - 57 leikir, 9 mörk Agla María Albertsdóttir - Häcken - 42 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 30 leikir, 2 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 13 leikir, 6 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstad - 3 leikir HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hausverkir og hljóðfælni eftir alvarlegt högg á öðrum degi í Harvard Lífið brosti við Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, þegar hún var að hefja nám í hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum síðasta haust. Alvarlegt höfuðhögg setti hins vegar allt úr skorðum og hún glímir enn við afleiðingar höggsins. 15. febrúar 2022 08:00 Rodman mætir íslensku stelpunum eftir allt saman Trinity Rodman átti bara að fá að æfa með bandaríska landsliðinu í tengslum við SheBelieves Cup en nú er ljóst að hún verður í búningi þegar liðið mætir Íslandi. 8. febrúar 2022 11:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Allir leikmenn íslenska liðsins eru komnir út til Bandaríkjanna og æfðu saman í sólinni í Los Angeles í dag. A landslið kvenna er mætt til Los Angeles.Fyrsti leikur liðsins á SheBelieves Cup er á fimmtudag kl. 23:00 að íslenskum tíma, en þá mætir liðið Nýja Sjálandi.#dottir #LeiðinTilEnglands #alltundir pic.twitter.com/C6cvhn7u0g— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 15, 2022 Ísland tekur þátt á SheBelieves mótinu í fyrsta. Auk íslenska liðsins taka Bandaríkin, Tékkland og Nýja-Sjáland þátt að þessu sinni. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Ný-Sjálendingum klukkan 01:00 aðfaranótt föstudags. Leikurinn fer fram á Dignity Health Sports Park, heimavelli MLS-liðsins Los Angeles Galaxy. Ísland mætir svo Tékklandi á sama velli klukkan 23:00 á sunnudaginn. Íslenska liðið færir sig svo yfir til Dallas í Texas og mætir þar heimsmeisturum Bandaríkjanna á Toyota Stadium, heimavelli FC Dallas, klukkan 02:00 aðfaranótt fimmtudagsins 24. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn síðan á Algarve-mótinu 2015 sem Ísland mætir Bandaríkjunum. Þá gerðu liðin markalaust jafntefli. Ísland og Bandaríkin hafa alls mæst fjórtán sinnum. Bandaríska liðið hefur unnið tólf leiki og tvisvar hefur orðið jafntefli. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik gegn Bandaríkjunum á Algarve mótinu 2013.epa/JOSE JOAO SA Ísland og Nýja-Sjáland hafa einu sinni mæst. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Algarve mótinu 2016 en Ný-Sjálendingar unnu í vítaspyrnukeppni, 6-5. Ísland og Tékkland hafa fimm sinnum mæst, síðast í undankeppni HM síðasta haust. Þá unnu Íslendingar 4-0 sigur með mörkum Dagnýjar Brynjarsdóttur, Svövu Rósar Guðmundsdóttur og Gunnhildar Yrsu Jónsdóttir. Þá skoraði leikmaður Tékka sjálfsmark. Það var fyrsti sigur Íslendinga á Tékkum. Ísland og Tékkland mætast svo aftur í Teplice 12. apríl. Fimm dögum áður mætir Ísland Hvíta-Rússlandi í Borisov. Með sigri í báðum leikjunum kemst Ísland á topp riðilsins í undankeppni HM og kemur sér í afar góða stöðu fyrir síðustu tvo leikina í henni í haust. Þorsteinn Halldórsson valdi 23 leikmenn í íslenska hópinn sem má sjá hér fyrir neðan. Markverðir Sandra Sigurðardóttir - Valur - 39 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 5 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik Varnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir - Kalmar - 123 leikir, 3 mörk Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 97 leikir, 6 mörk Sif Atladóttir - Selfoss - 84 leikir Elísa Viðarsdóttir - Valur - 43 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 41 leikur Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 13 leikir, 1 mark Ásta Eir Árnadóttir - Breiðablik - 8 leikir Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 4 leikir Miðjumenn Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 97 leikir, 32 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 84 leikir, 12 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 19 leikir, 3 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 16 leikir, 1 mark Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 13 leikir, 5 mörk Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 7 leikir Ída Marín Hermannsdóttir - Valur - 1 leikur Sóknarmenn Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Brann - 57 leikir, 9 mörk Agla María Albertsdóttir - Häcken - 42 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 30 leikir, 2 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 13 leikir, 6 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstad - 3 leikir
Markverðir Sandra Sigurðardóttir - Valur - 39 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 5 leikir Telma Ívarsdóttir - Breiðablik Varnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir - Kalmar - 123 leikir, 3 mörk Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 97 leikir, 6 mörk Sif Atladóttir - Selfoss - 84 leikir Elísa Viðarsdóttir - Valur - 43 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 41 leikur Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 13 leikir, 1 mark Ásta Eir Árnadóttir - Breiðablik - 8 leikir Natasha Moraa Anasi - Breiðablik - 4 leikir Miðjumenn Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 97 leikir, 32 mörk Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 84 leikir, 12 mörk Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 19 leikir, 3 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 16 leikir, 1 mark Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 13 leikir, 5 mörk Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 7 leikir Ída Marín Hermannsdóttir - Valur - 1 leikur Sóknarmenn Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Brann - 57 leikir, 9 mörk Agla María Albertsdóttir - Häcken - 42 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 30 leikir, 2 mörk Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 13 leikir, 6 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstad - 3 leikir
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Hausverkir og hljóðfælni eftir alvarlegt högg á öðrum degi í Harvard Lífið brosti við Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, þegar hún var að hefja nám í hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum síðasta haust. Alvarlegt höfuðhögg setti hins vegar allt úr skorðum og hún glímir enn við afleiðingar höggsins. 15. febrúar 2022 08:00 Rodman mætir íslensku stelpunum eftir allt saman Trinity Rodman átti bara að fá að æfa með bandaríska landsliðinu í tengslum við SheBelieves Cup en nú er ljóst að hún verður í búningi þegar liðið mætir Íslandi. 8. febrúar 2022 11:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Hausverkir og hljóðfælni eftir alvarlegt högg á öðrum degi í Harvard Lífið brosti við Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, landsliðskonu í fótbolta, þegar hún var að hefja nám í hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum síðasta haust. Alvarlegt höfuðhögg setti hins vegar allt úr skorðum og hún glímir enn við afleiðingar höggsins. 15. febrúar 2022 08:00
Rodman mætir íslensku stelpunum eftir allt saman Trinity Rodman átti bara að fá að æfa með bandaríska landsliðinu í tengslum við SheBelieves Cup en nú er ljóst að hún verður í búningi þegar liðið mætir Íslandi. 8. febrúar 2022 11:00