Stefna á öðruvísi bankasölu en síðast Snorri Másson skrifar 15. febrúar 2022 21:01 Íslenska ríkið verður að öllum líkindum ekki lengur meirihlutaeigandi í Íslandsbanka eftir útboð sem stefnt er að í næsta mánuði. Útboðið verður fyrir fagfjárfesta en ekki almenning eins og síðast. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt að á þessu ári og næsta verði allur eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur. Þetta verður gert í áföngum og sá fyrsti er fyrirhugaður núna í mars, þar á að selja um 15% hlut til viðbótar við þau 35% sem þegar hafa verið seld. Síðast var útboðið opið og almenningi boðið að taka þátt. Nú mælir bankasýslan með algengustu aðferðinni á þessu stigi, sem er svonefnt tilboðsfyrirkomulag með lokuðu útboði til hæfra fjárfesta. Markmiðum um dreift eignarhald hefur enda verið náð; með öðrum orðum, ekki meira af almenningi í bili í hópi 24.000 hluthafa. Málið er skýrt í kvöldfréttum Stöðvar 2 eins og sjá má í myndbroti hér að ofan. Það bar á gagnrýni síðasta sumar þegar hluturinn í Íslandsbanka var seldur á 79 krónur. Alltof ódýrt, sögðu sumir, og það hljómar ekkert alvitlaust nú þegar hluturinn er á 127 krónur. Það er um 60% hækkun. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú sem talsmenn sölunnar héldu strax fram; að með þessu útboði og þessari miklu eftirspurn myndi þá eftirstandandi eignarhlutur ríkisins snarhækka í verði. Og það er heldur ekki alvitlaust; markaðsvirði eignarhlutar ríkisins í bankanum núna er verðmætara en það var fyrir útboðið, og ríkið á samt bara 65%. Markaðsvirðið 15. júní 2021 nam 158 milljörðum og markaðsvirði 65% eignarhlutar 15. febrúar 2022 nemur 166 milljörðum. Íslandsbanki er að 65% hluta í eigu íslenska ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum. Fyrir lok 2023 á allur bankinn að vera kominn í hendur einkaaðila.Vísir/Vilhelm Ekki óeðlilegur hagnaður „Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að það hefur gengið ágætlega hjá bönkunum og það er ekkert slæmt, vegna þess að ríkið er stærsti eigandi stóru bankanna akkúrat í dag,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hagnaður bankanna þriggja nam 81,3 milljörðum á síðasta ári, samanborið við 30 milljarða árið á undan. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur hótað bankaskatti ef bankarnir styðja ekki betur við heimili og fyrirtæki en fjármálaráðherra hefur sagt að honum hugnist ekki þær hugmyndir. „Þegar við setjum hagnaðinn í samhengi við þessar kröfur sem við höfum lagt á bankana finnst mér hann ekki vera hrópandi óeðlilegur eða óeðlilega hár. En þetta er ágætis afkoma miðað við þá starfsemi sem bankarnir eru að sinna,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. 14. febrúar 2022 06:00 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna. 13. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt að á þessu ári og næsta verði allur eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur. Þetta verður gert í áföngum og sá fyrsti er fyrirhugaður núna í mars, þar á að selja um 15% hlut til viðbótar við þau 35% sem þegar hafa verið seld. Síðast var útboðið opið og almenningi boðið að taka þátt. Nú mælir bankasýslan með algengustu aðferðinni á þessu stigi, sem er svonefnt tilboðsfyrirkomulag með lokuðu útboði til hæfra fjárfesta. Markmiðum um dreift eignarhald hefur enda verið náð; með öðrum orðum, ekki meira af almenningi í bili í hópi 24.000 hluthafa. Málið er skýrt í kvöldfréttum Stöðvar 2 eins og sjá má í myndbroti hér að ofan. Það bar á gagnrýni síðasta sumar þegar hluturinn í Íslandsbanka var seldur á 79 krónur. Alltof ódýrt, sögðu sumir, og það hljómar ekkert alvitlaust nú þegar hluturinn er á 127 krónur. Það er um 60% hækkun. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú sem talsmenn sölunnar héldu strax fram; að með þessu útboði og þessari miklu eftirspurn myndi þá eftirstandandi eignarhlutur ríkisins snarhækka í verði. Og það er heldur ekki alvitlaust; markaðsvirði eignarhlutar ríkisins í bankanum núna er verðmætara en það var fyrir útboðið, og ríkið á samt bara 65%. Markaðsvirðið 15. júní 2021 nam 158 milljörðum og markaðsvirði 65% eignarhlutar 15. febrúar 2022 nemur 166 milljörðum. Íslandsbanki er að 65% hluta í eigu íslenska ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum. Fyrir lok 2023 á allur bankinn að vera kominn í hendur einkaaðila.Vísir/Vilhelm Ekki óeðlilegur hagnaður „Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því að það hefur gengið ágætlega hjá bönkunum og það er ekkert slæmt, vegna þess að ríkið er stærsti eigandi stóru bankanna akkúrat í dag,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hagnaður bankanna þriggja nam 81,3 milljörðum á síðasta ári, samanborið við 30 milljarða árið á undan. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur hótað bankaskatti ef bankarnir styðja ekki betur við heimili og fyrirtæki en fjármálaráðherra hefur sagt að honum hugnist ekki þær hugmyndir. „Þegar við setjum hagnaðinn í samhengi við þessar kröfur sem við höfum lagt á bankana finnst mér hann ekki vera hrópandi óeðlilegur eða óeðlilega hár. En þetta er ágætis afkoma miðað við þá starfsemi sem bankarnir eru að sinna,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. 14. febrúar 2022 06:00 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna. 13. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. 14. febrúar 2022 06:00
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38
Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna. 13. febrúar 2022 15:44