Sýn hagnaðist um tvo milljarða á seinasta ári Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2022 17:41 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut 8 og 10. Vísir/Vilhelm Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. hagnaðist um 2,10 milljarða króna á seinasta ári samanborið við 405 milljóna króna tap árið 2020. Innifalið í hagnaði ársins 2021 er hagnaður af sölu óvirkra innviða en bókfærður söluhagnaður að frádregnum kostnaði við söluna var 2,55 milljarðar króna. Tekjur Sýnar af reglulegri starfsemi á seinasta ári námu 21,77 milljörðum króna og hækkuðu um 821 milljónir milli ára, eða um 3,9%. Þetta kemur fram í ársreikningi samstæðu Sýnar hf. sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag. Spá félagsins fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir tekjuvexti umfram hækkun verðlags ásamt góðum vexti í nýlegum tekjustoðum. Þá er gert ráð fyrir að neikvæð áhrif heimsfaraldurs fara minnkandi og reikitekjur taki við sér. Söluandvirði óvirkra farsímainnviða nam 6,95 milljarða króna á árinu. Bókfært verð eignanna sem voru seldar var 401 milljón króna og söluhagnaður rúmir 6,5 milljarðar króna. Samhliða sölunni til Digital Bridge Group Inc. var gerður langtíma leigusamningur við sjóðinn um notkun á innviðunum. Fram kemur í tilkynningu frá Sýn að hluta af söluhagnaði sé frestað í samræmi við reikningsskilastaðla. EBITDA leiðrétt fyrir áhrifum innviðasölu nam 6,43 milljörðum króna og hækkaði um 693 milljónir miðað við árið 2020. Aðlagað EBITDA hlutfall var 29,6% árið 2021 samanborið við 27,4% árið 2020. Handbært fé frá rekstri á árinu 2021 nam 5,02 milljörðum króna samanborið við 5,91 milljarða króna árið 2020, sem er lækkun um 15%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,9% í lok ársins 2021. Snúið tapi í hagnað Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir að mikill árangur hafi náðst við að einfalda og rétta af rekstur fyrirtækisins síðustu ár. „Okkur hefur tekist að snúa við taprekstri upp á um 100 milljónir á mánuði yfir í hagnað upp á sambærilega fjárhæð. Á sama tíma hefur okkur tekist að snúa algerlega við efnahag fyrirtækisins, greiða niður skuldir uppá fjóra milljarða og mynda söluhagnað uppá sex og hálfan milljarð. Þetta tvennt náðum við að gera í miðjum heimsfaraldri þar sem reikitekjur og auglýsingatekjur hrundu og lækkun krónunnar hækkaði innkaup fyrirtækisins umtalsvert. Þar að auki höfum við endursamið við alla okkar birgja til að auka sveigjanleika í rekstrinum. Stærsti áfanginn í þeirri vegferð var þó óumdeilanlega sala óvirkra innviða úr farsímakerfinu sem gekk í gegn þann 14. desember síðastliðinn og hyggjum við á enn frekari sölu innviða á næstu misserum í takt við stefnumótun okkar,“ segir Heiðar í tilkynningu. Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.Vísir/Vilhelm Hann bætir við að leitast hafi verið við að breyta stórum hluta kostnaðar fyrirtækisins í breytilegan kostnað til þess að draga úr áhættu og auka arðbærni. Einnig hafi nýjar tekjustoðir verið kynntar til leiks sem eigi að styrkja reksturinn frekar. Þeirra á meðal sé nýr hlaðvarpsheimur, væntanlegur greiðsluveggur fyrir framan efni Innherja á Vísi og færsluhirðing fyrir fyrirtæki. Útlit fyrir að hlutanetið haldi áfram að vaxa „Framtíð fjarskipta snýr í minna mæli að neytandanum og alltaf í meira mæli að tækjum, þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri en tækjatengingar af þessu tagi eru kallaðar hlutanetið (e. IoT). Við höfum algera yfirburði á Íslandi í slíkum tengingum. Í raun erum við einsdæmi í heiminum með þrisvar sinnum fleiri hlutanetskort en íbúafjölda. Við sjáum ekkert annað en áframhaldandi vöxt á þessu sviði. Við höfum farið varlega í uppbyggingu á 5G til neytenda út af seinagangi löggjafans um að klára fjarskiptalagafrumvarp sem hefur tafist í yfir tvö ár. Uppbygging á fjarskiptakerfum varðandi hlutanetið hefur aftur á móti verið mjög hröð,“ segir Heiðar. „Framtíð fjölmiðla er spennandi. Við höfum gert stefnumarkandi breytingar á Stöð 2 þar sem efnisveitan er sett í fyrirrúm, íslenskt efni og afhending fram hjá myndlyklum. Við teljum okkur eiga mikinn fjölda áskrifenda inni með þessari nálgun. Á sama hátt erum við að endurskoða dreifingu útvarps með nýju appi og aukum vægi hlaðvarpa en skilin á milli hljóðbóka, hlaðvarps og útvarps verða æ minni með hverju misserinu sem líður. Ánægja viðskiptavina hefur aldrei mælst meiri í sögu fyrirtækisins sem og ánægja starfsmanna. Við höfum í sameiningu gert gott fyrirtæki enn betra,“ segir forstjórinn að lokum í tilkynningu frá samstæðunni. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Tekjur Sýnar af reglulegri starfsemi á seinasta ári námu 21,77 milljörðum króna og hækkuðu um 821 milljónir milli ára, eða um 3,9%. Þetta kemur fram í ársreikningi samstæðu Sýnar hf. sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag. Spá félagsins fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir tekjuvexti umfram hækkun verðlags ásamt góðum vexti í nýlegum tekjustoðum. Þá er gert ráð fyrir að neikvæð áhrif heimsfaraldurs fara minnkandi og reikitekjur taki við sér. Söluandvirði óvirkra farsímainnviða nam 6,95 milljarða króna á árinu. Bókfært verð eignanna sem voru seldar var 401 milljón króna og söluhagnaður rúmir 6,5 milljarðar króna. Samhliða sölunni til Digital Bridge Group Inc. var gerður langtíma leigusamningur við sjóðinn um notkun á innviðunum. Fram kemur í tilkynningu frá Sýn að hluta af söluhagnaði sé frestað í samræmi við reikningsskilastaðla. EBITDA leiðrétt fyrir áhrifum innviðasölu nam 6,43 milljörðum króna og hækkaði um 693 milljónir miðað við árið 2020. Aðlagað EBITDA hlutfall var 29,6% árið 2021 samanborið við 27,4% árið 2020. Handbært fé frá rekstri á árinu 2021 nam 5,02 milljörðum króna samanborið við 5,91 milljarða króna árið 2020, sem er lækkun um 15%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,9% í lok ársins 2021. Snúið tapi í hagnað Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir að mikill árangur hafi náðst við að einfalda og rétta af rekstur fyrirtækisins síðustu ár. „Okkur hefur tekist að snúa við taprekstri upp á um 100 milljónir á mánuði yfir í hagnað upp á sambærilega fjárhæð. Á sama tíma hefur okkur tekist að snúa algerlega við efnahag fyrirtækisins, greiða niður skuldir uppá fjóra milljarða og mynda söluhagnað uppá sex og hálfan milljarð. Þetta tvennt náðum við að gera í miðjum heimsfaraldri þar sem reikitekjur og auglýsingatekjur hrundu og lækkun krónunnar hækkaði innkaup fyrirtækisins umtalsvert. Þar að auki höfum við endursamið við alla okkar birgja til að auka sveigjanleika í rekstrinum. Stærsti áfanginn í þeirri vegferð var þó óumdeilanlega sala óvirkra innviða úr farsímakerfinu sem gekk í gegn þann 14. desember síðastliðinn og hyggjum við á enn frekari sölu innviða á næstu misserum í takt við stefnumótun okkar,“ segir Heiðar í tilkynningu. Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.Vísir/Vilhelm Hann bætir við að leitast hafi verið við að breyta stórum hluta kostnaðar fyrirtækisins í breytilegan kostnað til þess að draga úr áhættu og auka arðbærni. Einnig hafi nýjar tekjustoðir verið kynntar til leiks sem eigi að styrkja reksturinn frekar. Þeirra á meðal sé nýr hlaðvarpsheimur, væntanlegur greiðsluveggur fyrir framan efni Innherja á Vísi og færsluhirðing fyrir fyrirtæki. Útlit fyrir að hlutanetið haldi áfram að vaxa „Framtíð fjarskipta snýr í minna mæli að neytandanum og alltaf í meira mæli að tækjum, þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri en tækjatengingar af þessu tagi eru kallaðar hlutanetið (e. IoT). Við höfum algera yfirburði á Íslandi í slíkum tengingum. Í raun erum við einsdæmi í heiminum með þrisvar sinnum fleiri hlutanetskort en íbúafjölda. Við sjáum ekkert annað en áframhaldandi vöxt á þessu sviði. Við höfum farið varlega í uppbyggingu á 5G til neytenda út af seinagangi löggjafans um að klára fjarskiptalagafrumvarp sem hefur tafist í yfir tvö ár. Uppbygging á fjarskiptakerfum varðandi hlutanetið hefur aftur á móti verið mjög hröð,“ segir Heiðar. „Framtíð fjölmiðla er spennandi. Við höfum gert stefnumarkandi breytingar á Stöð 2 þar sem efnisveitan er sett í fyrirrúm, íslenskt efni og afhending fram hjá myndlyklum. Við teljum okkur eiga mikinn fjölda áskrifenda inni með þessari nálgun. Á sama hátt erum við að endurskoða dreifingu útvarps með nýju appi og aukum vægi hlaðvarpa en skilin á milli hljóðbóka, hlaðvarps og útvarps verða æ minni með hverju misserinu sem líður. Ánægja viðskiptavina hefur aldrei mælst meiri í sögu fyrirtækisins sem og ánægja starfsmanna. Við höfum í sameiningu gert gott fyrirtæki enn betra,“ segir forstjórinn að lokum í tilkynningu frá samstæðunni. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira