Vill nýjan skóla mitt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2022 20:03 Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúa í meirihlutanum í bæjarstjórn Árborgar, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vandræðaástand hefur skapast í skólamálum á Eyrarbakka og Stokkseyri eftir að mygla fannst í báðum skólunum. Bæjarfulltrúi meirihlutans í Árborg vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend
Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði