„Það eru stóru fyrirtækin sem ráða för“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 23:06 Sigmar Vilhjálmsson kallar eftir breyttri nálgun á kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Formaður Atvinnufjelagsins, hagsmunasamtaka smærri fyrirtækja, segir mikilvægast við kjarasamninga að atvinnurekendur og launþegar skilji þá. Breyta verði nálgun við gerð kjarsamninga enda bera smærri fyrirtæki hlutfallslega hærri byrði en þau sem stærri eru. Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir í viðtali í Reykjavík síðdegis að gjörbreyta verði nálgun á kjarasmninga. Margt hafi breyst á síðustu árum en viðsemjendur ði kjaraviðræðum hafi ekki breytt sínum aðferðum. Formið sem nú tíðkist sé ekki í takt við nútímann. Hann telur að horfa þurfi sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja enda sé rekstrargrundvöllur þeirra gjörólíkur þeim sem stærri eru. Launþegar og atvinnurekendur þurfi að vera vel vakandi fyrir kjarasamningum, en þar geti hagsmunasamtökin Atvinnufjelagið komið að gagni. „Það sem við þurfum aðeins að átta okkur á að atvinnulífið er svo sannarlega ekki SA og Eflingarstyrjaldirnar. Það er ekki hryggjarstykki atvinnulífsins á Íslandi. Hryggjarstykkin eru litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru líklega ekki skráð inn í SA en ber samt að fylgja kjarasamningunum sem SA gera,“ segir Sigmar og bætir við að margir atvinnurekendur átti sig ekki á því að þeim beri að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að samtökunum. Margt breyst frá stofnun SA Sigmar segir margt hafa breyst frá stofnun Samtaka atvinnulífsins enda séu samtökin 22 ára gömul. Ákvörðunartaka innan samtakanna hafi áður verið á breiðari grunni og skoðun fleiri fyrirtækja hafi endurspeglast innan stjórnar SA. Á síðustu árum hafi mörg mun stærri fyrirtæki en áður voru haslað sér völl og breyta þurfi nálgun í takt við þróunina. „Það í rauninni gerir það að verkum að það er bara knýjandi þörf fyrir að skipta upp hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stórra fyrirtækja. Því þeir bara fara ekki alltaf saman og sérstaklega ekki í kjaramálum,“ segir Sigmar og ítrekar mikilvægi þess að atvinnurekendur þekki vel kjarasamninga. Sigmar segir kerfið í grunninn þannig að kostnaður leggist hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann nefnir veikindi starfsmanns í fjögurra manna fyrirtæki sem dæmi. Það geti þýtt að hlutfallslega aukist kostnaður fyrirtækisins um 25 prósent enda geti þurft að ráða nýjan starfsmann inn. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hlutfallslega með miklu hærri launakostnað en stóru fyrirtækin út frá veltu. Þannig að líkt og millistéttin á Íslandi, þá bera lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri byrðir í skattheimtum og opinberum gjöldum heldur en stóru fyrirtækin. Og ástæðan fyrir því að SA mun ekki beita sér fyrir hlutfallslegri gjaldtöku í hinu opinbera kerfi er vegna þess að það mun þá leggjast þyngra á stóru fyrirtækin, en samt sem áður í réttlátu hlutfalli, og ef að einhver metnaðarfullur starfsmaður innan SA myndi leggja það fram sem tillögu fyrir stjórn þá yrði það auðvitað fellt. Því það eru stóru fyrirtækin sem ráða för.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Sigmar hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufjelagsins segir í viðtali í Reykjavík síðdegis að gjörbreyta verði nálgun á kjarasmninga. Margt hafi breyst á síðustu árum en viðsemjendur ði kjaraviðræðum hafi ekki breytt sínum aðferðum. Formið sem nú tíðkist sé ekki í takt við nútímann. Hann telur að horfa þurfi sérstaklega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja enda sé rekstrargrundvöllur þeirra gjörólíkur þeim sem stærri eru. Launþegar og atvinnurekendur þurfi að vera vel vakandi fyrir kjarasamningum, en þar geti hagsmunasamtökin Atvinnufjelagið komið að gagni. „Það sem við þurfum aðeins að átta okkur á að atvinnulífið er svo sannarlega ekki SA og Eflingarstyrjaldirnar. Það er ekki hryggjarstykki atvinnulífsins á Íslandi. Hryggjarstykkin eru litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru líklega ekki skráð inn í SA en ber samt að fylgja kjarasamningunum sem SA gera,“ segir Sigmar og bætir við að margir atvinnurekendur átti sig ekki á því að þeim beri að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins þrátt fyrir að eiga ekki aðild að samtökunum. Margt breyst frá stofnun SA Sigmar segir margt hafa breyst frá stofnun Samtaka atvinnulífsins enda séu samtökin 22 ára gömul. Ákvörðunartaka innan samtakanna hafi áður verið á breiðari grunni og skoðun fleiri fyrirtækja hafi endurspeglast innan stjórnar SA. Á síðustu árum hafi mörg mun stærri fyrirtæki en áður voru haslað sér völl og breyta þurfi nálgun í takt við þróunina. „Það í rauninni gerir það að verkum að það er bara knýjandi þörf fyrir að skipta upp hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stórra fyrirtækja. Því þeir bara fara ekki alltaf saman og sérstaklega ekki í kjaramálum,“ segir Sigmar og ítrekar mikilvægi þess að atvinnurekendur þekki vel kjarasamninga. Sigmar segir kerfið í grunninn þannig að kostnaður leggist hlutfallslega þyngst á lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann nefnir veikindi starfsmanns í fjögurra manna fyrirtæki sem dæmi. Það geti þýtt að hlutfallslega aukist kostnaður fyrirtækisins um 25 prósent enda geti þurft að ráða nýjan starfsmann inn. „Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hlutfallslega með miklu hærri launakostnað en stóru fyrirtækin út frá veltu. Þannig að líkt og millistéttin á Íslandi, þá bera lítil og meðalstór fyrirtæki miklu hærri byrðir í skattheimtum og opinberum gjöldum heldur en stóru fyrirtækin. Og ástæðan fyrir því að SA mun ekki beita sér fyrir hlutfallslegri gjaldtöku í hinu opinbera kerfi er vegna þess að það mun þá leggjast þyngra á stóru fyrirtækin, en samt sem áður í réttlátu hlutfalli, og ef að einhver metnaðarfullur starfsmaður innan SA myndi leggja það fram sem tillögu fyrir stjórn þá yrði það auðvitað fellt. Því það eru stóru fyrirtækin sem ráða för.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Sigmar hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. 10. nóvember 2021 11:18