Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 12:03 Eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn verður meðal annars skotið úr tveimur kafbátum. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft. Samkvæmt TASS-fréttaveitunni segir ráðuneytið æfingarnar hafa verið skipulagðar fyrir nokkru síðan og þær komi deilunum í austurhluta Evrópu ekki við. Markmið æfinganna sé að kanna raungetu herafla sem koma að kjarnorkuvopnum Rússlands og undirbúning þeirra. Langdrægum eldflaugum verður skotið úr tveimur kafbátum við stendur Rússlands, auk þess sem hefðbundinni langdrægri eldflaug verðu skotið á lof tog fimm skammdrægum eldflaugum verður skotið úr flugvélum. Allar eldflaugarnar geta borið kjarnorkuvopn. Spennan milli Rússlands og Vesturveldanna svokölluðu hefur ekki verið jafn mikil frá tímum kalda stríðsins en vestrænir ráðamenn óttast að Rússar hyggi á innrás í Úkraínu. Með 150 þúsund hermenn við Úkraínu Rússar eru taldir hafa komið um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, krefst þess að í stuttu máli sagt að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfunum hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja varðandi aðildarumsókn og mögulega samþykkt umsóknar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Þá hafa Bandaríkjamenn og aðrir sagt að Rússar ætli mögulega að skapa átyllu fyrir innrás í austurhluta Úkraínu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Segja árásum fjölga Bæði ríkisstjórn Úkraínu og aðskilnaðarsinnar hafa sagt í dag að sprengjuárásum yfir víglínuna hafi fjölgað verulega á síðustu dögum. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem vaktar átökin á svæðinu, hefur samkvæmt frétt Reuters tilkynnti fjölda smávægilegra brota á vopnahléinu á degi hverjum. Undanfarinn sólarhring hafi þau hins vegar verið fleiri en sex hundruð og þar af rúmlega þrjú hundruð sprengiárásir. Það sé mun meira en við hefðbundnar kringumstæður. Rússland Hernaður Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Samkvæmt TASS-fréttaveitunni segir ráðuneytið æfingarnar hafa verið skipulagðar fyrir nokkru síðan og þær komi deilunum í austurhluta Evrópu ekki við. Markmið æfinganna sé að kanna raungetu herafla sem koma að kjarnorkuvopnum Rússlands og undirbúning þeirra. Langdrægum eldflaugum verður skotið úr tveimur kafbátum við stendur Rússlands, auk þess sem hefðbundinni langdrægri eldflaug verðu skotið á lof tog fimm skammdrægum eldflaugum verður skotið úr flugvélum. Allar eldflaugarnar geta borið kjarnorkuvopn. Spennan milli Rússlands og Vesturveldanna svokölluðu hefur ekki verið jafn mikil frá tímum kalda stríðsins en vestrænir ráðamenn óttast að Rússar hyggi á innrás í Úkraínu. Með 150 þúsund hermenn við Úkraínu Rússar eru taldir hafa komið um 150 þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, krefst þess að í stuttu máli sagt að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu um alla framtíð og að NATO fjarlægi alla hermenn og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfunum hefur verið hafnað á þeim grundvelli að þær fari gegn grunngildum NATO um sjálfsákvörðunarrétt ríkja varðandi aðildarumsókn og mögulega samþykkt umsóknar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Þá hafa Bandaríkjamenn og aðrir sagt að Rússar ætli mögulega að skapa átyllu fyrir innrás í austurhluta Úkraínu. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Segja árásum fjölga Bæði ríkisstjórn Úkraínu og aðskilnaðarsinnar hafa sagt í dag að sprengjuárásum yfir víglínuna hafi fjölgað verulega á síðustu dögum. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem vaktar átökin á svæðinu, hefur samkvæmt frétt Reuters tilkynnti fjölda smávægilegra brota á vopnahléinu á degi hverjum. Undanfarinn sólarhring hafi þau hins vegar verið fleiri en sex hundruð og þar af rúmlega þrjú hundruð sprengiárásir. Það sé mun meira en við hefðbundnar kringumstæður.
Rússland Hernaður Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58