Von á stormi syðst á landinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2022 07:39 Færð gæti spillst. Vísir/Vilhelm. Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna veðurs í dag og fram á morgundaginn. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Suðurlandi skömmu eftir hádegi í dag. Frá klukkan eitt í dag er varað við austan 13-18 m/s og skafrenningi á Suðurlandi, en 18-25 og snjókoma syðst á svæðinu. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Klukkan fjögur síðdegis í dag bætast við tvær gular viðvaranir á Faxaflóa og höfuðborgarsvæðinu. Þar er varað við austan 15-23 m/s með skafrenningi og versnandi akstursskilyrðum, hvassast á Kjalarnesi. Varað er við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrði. Búast má við samgöngutruflunum. Klukkan átta í kvöld bætist við önnur gul viðvörun á Suðasturlandi Þar má búast við norðaustan 20-28 m/s, skafrenningi og snjókomu með köflum. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum í Mýrdal og Öræfum. Slæm akstursskilyrði og samgöngutruflarnir eru líklegar. Þessar viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til miðnættis en hinar þrjár falla hver á eftir annarri úr gildi eftir hádegi á morgun þó búast megi við að veðurviðvörunin á Suðasturlandi gildi til klukkan sex annað kvöld. Það bætir í vind í kvöld, og í nótt verður norðaustan og austan hvassviðri eða stormur með dálitlum éljum, en 23-28 m/s og úrkomumeira syðst. Vindurinn verður þó áfram hægari austanlands. Það er því útlit fyrir slæmt ferðaveður sunnan- og vestanlands síðdegis í dag og fram eftir degi á morgun, og eru líkur á að færð spillist vegna skafrennings eða snjókomu. Veðurhorfur á landinu Víða austan 10-18 m/s og úrkomulítið í dag, en 18-25 og snjókoma syðst á landinu síðdegis. Frost 0 til 9 stig. Mun hægari vindur á NA- og A-landi, skýjað með köflum og talsvert frost. Bætir í vind í kvöld. Norðaustan og austan 15-23 og dálítil él í nótt, en 23-28 og úrkomumeira syðst. Áfram hægari A-lands. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi á morgun og birtir til um landið S-vert. Frost 0 til 5 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag:Norðaustan 15-23 m/s og él, en 20-28 syðst og snjókoma eða slydda um tíma. Þurrt að kalla á SV- og V-landi. Frost víða 0 til 5 stig. Dregur úr vindi síðdegis og léttir til S-lands. Á mánudag:Suðaustan 5-13 og él á víð og dreif. Hvessir eftir hádegi, víða austan stormur eða rok um kvöldið og talsverð slydda eða snjókoma á S-verðu landinu. Hlýnar heldur, en frost 1 til 8 stig á N- og A-landi. Á þriðjudag:Hvöss breytileg átt og snjókoma eða él, en slydda eða rigning S-til fram eftir degi. Hiti um og yfir frostmarki. Lægir og frystir um kvöldið og dregur úr úrkomu. Á miðvikudag:Breytileg átt 5-13 og víða él. Gengur í hvassa norðaustanátt og fer að snjóa eftir hádegi, en mun hægari og úrkomulítið á S- og A-landi. Frost 0 til 8 stig. Á fimmtudag:Norðaustan- og norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða. Herðir á frosti. Á föstudag:Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu á köflum og minnkandi frosti. Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Frá klukkan eitt í dag er varað við austan 13-18 m/s og skafrenningi á Suðurlandi, en 18-25 og snjókoma syðst á svæðinu. Búast má við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Klukkan fjögur síðdegis í dag bætast við tvær gular viðvaranir á Faxaflóa og höfuðborgarsvæðinu. Þar er varað við austan 15-23 m/s með skafrenningi og versnandi akstursskilyrðum, hvassast á Kjalarnesi. Varað er við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrði. Búast má við samgöngutruflunum. Klukkan átta í kvöld bætist við önnur gul viðvörun á Suðasturlandi Þar má búast við norðaustan 20-28 m/s, skafrenningi og snjókomu með köflum. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum í Mýrdal og Öræfum. Slæm akstursskilyrði og samgöngutruflarnir eru líklegar. Þessar viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til miðnættis en hinar þrjár falla hver á eftir annarri úr gildi eftir hádegi á morgun þó búast megi við að veðurviðvörunin á Suðasturlandi gildi til klukkan sex annað kvöld. Það bætir í vind í kvöld, og í nótt verður norðaustan og austan hvassviðri eða stormur með dálitlum éljum, en 23-28 m/s og úrkomumeira syðst. Vindurinn verður þó áfram hægari austanlands. Það er því útlit fyrir slæmt ferðaveður sunnan- og vestanlands síðdegis í dag og fram eftir degi á morgun, og eru líkur á að færð spillist vegna skafrennings eða snjókomu. Veðurhorfur á landinu Víða austan 10-18 m/s og úrkomulítið í dag, en 18-25 og snjókoma syðst á landinu síðdegis. Frost 0 til 9 stig. Mun hægari vindur á NA- og A-landi, skýjað með köflum og talsvert frost. Bætir í vind í kvöld. Norðaustan og austan 15-23 og dálítil él í nótt, en 23-28 og úrkomumeira syðst. Áfram hægari A-lands. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi á morgun og birtir til um landið S-vert. Frost 0 til 5 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag:Norðaustan 15-23 m/s og él, en 20-28 syðst og snjókoma eða slydda um tíma. Þurrt að kalla á SV- og V-landi. Frost víða 0 til 5 stig. Dregur úr vindi síðdegis og léttir til S-lands. Á mánudag:Suðaustan 5-13 og él á víð og dreif. Hvessir eftir hádegi, víða austan stormur eða rok um kvöldið og talsverð slydda eða snjókoma á S-verðu landinu. Hlýnar heldur, en frost 1 til 8 stig á N- og A-landi. Á þriðjudag:Hvöss breytileg átt og snjókoma eða él, en slydda eða rigning S-til fram eftir degi. Hiti um og yfir frostmarki. Lægir og frystir um kvöldið og dregur úr úrkomu. Á miðvikudag:Breytileg átt 5-13 og víða él. Gengur í hvassa norðaustanátt og fer að snjóa eftir hádegi, en mun hægari og úrkomulítið á S- og A-landi. Frost 0 til 8 stig. Á fimmtudag:Norðaustan- og norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða. Herðir á frosti. Á föstudag:Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu á köflum og minnkandi frosti.
Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira