Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2022 18:22 Thomas Gottstein er bankastjóri Credit Suisse. EPA-EFE/ENNIO LEANZA Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. Lekinn kom frá ónefndum uppljóstrara innan bankans sem sendi þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung upplýsingarnar. „Ég tel svissnesk lög um leynd bankaupplýsinga ósiðleg,“ er haft eftir honum. Süddeutsche Zeitung kannast eflaust margir lesendur við en blaðið átti stóran hlut í Panamaskjölunum svokölluðu. Fjölmargir fjölmiðlar í mörgum löndum tóku þátt í að vinna úr gögnunum en að þessu sinni er enginn íslenskur miðill meðal þeirra. Credit Suisse hefur enga starfsemi hér á landi og því er ólíklegt að nöfn Íslendinga séu að finna í lekanum. Einn fjölmiðlanna er The Guardian sem fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni. Vafasamir viðskiptavinir Meðal viðskiptavinanna þrjátíu þúsund er að finna marga með óhreint mjöl í pokahorninu. Þar má nefna Ronald Li Fook-shiu, fyrrum yfirmann kauphallarinnar í Hong King sem sat í fangelsi um árabil vegna mútuþægni, Stefan Sederholm, sænskan forritara sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mansal á Filippseyjum, og fólk með tengsl við hina ýmsu einræðisherra, meðal annars Ferdinand Marcos heitinn. Þá er bankareikning Vatíkansins að finna í gögnunum en þau benda til þess að Vatíkanið hafi varið 350 milljónum evra í vafasamar fjárfestingar. Sviss Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Lekinn kom frá ónefndum uppljóstrara innan bankans sem sendi þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung upplýsingarnar. „Ég tel svissnesk lög um leynd bankaupplýsinga ósiðleg,“ er haft eftir honum. Süddeutsche Zeitung kannast eflaust margir lesendur við en blaðið átti stóran hlut í Panamaskjölunum svokölluðu. Fjölmargir fjölmiðlar í mörgum löndum tóku þátt í að vinna úr gögnunum en að þessu sinni er enginn íslenskur miðill meðal þeirra. Credit Suisse hefur enga starfsemi hér á landi og því er ólíklegt að nöfn Íslendinga séu að finna í lekanum. Einn fjölmiðlanna er The Guardian sem fjallar ítarlega um málið á vefsíðu sinni. Vafasamir viðskiptavinir Meðal viðskiptavinanna þrjátíu þúsund er að finna marga með óhreint mjöl í pokahorninu. Þar má nefna Ronald Li Fook-shiu, fyrrum yfirmann kauphallarinnar í Hong King sem sat í fangelsi um árabil vegna mútuþægni, Stefan Sederholm, sænskan forritara sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir mansal á Filippseyjum, og fólk með tengsl við hina ýmsu einræðisherra, meðal annars Ferdinand Marcos heitinn. Þá er bankareikning Vatíkansins að finna í gögnunum en þau benda til þess að Vatíkanið hafi varið 350 milljónum evra í vafasamar fjárfestingar.
Sviss Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira