Jakub Stachowiak hlaut önnur verðlaun fyrir ljóðið Dreymt á jafndægurnótt og þriðja sæti hlaut Elín Edda Þorsteinsdóttir fyrir ljóðið Kannski varstu allan tímann nálægt.
Að auki hlutu sjö ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Svefnrof eftir Draumeyju Aradóttur, Getraunir eftir Guðrúnu Brjánsdóttur, Vista Canale eftir Hallgrím Helgason, Kvöldganga að hausti eftir Jón Hjartarson, Það sem ég á við með með orðinu hjónasæng eftir Ragnar H. Blöndal og Silfurstrengir og A-hús eftir Sigrúnu Björnsdóttur.
Dómnefnd skipuðu að þessu sinni Ásta Fanney Sigurðardóttir (formaður), Anton Helgi Jónsson og Kristín Svava Tómasdóttir.
Ljóð í keppninni mega ekki hafa birst áður og þau skulu send inn undir dulnefni höfundar. Að þessu sinni bárust 212 ljóð í keppnina.
Þá voru verðlaun einnig veitt í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Fyrstu verðlaun hlaut Friðjón Ingi Guðjónsson, 10. bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Hugmynd.