Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 23:01 Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan: Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan:
Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent