Sjáðu sjálfsmarksþrennu nýsjálensku stelpunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 13:00 Meikayla Moore gengur niðurbrotin af velli eftir að hafa verið tekin út af eftir fjörutíu mínútur. AP/Mark J. Terrill Meikayla Moore skoraði þrjú mörk fyrir bandaríska landsliðið á SheBelieves Cup í gær þar af tvö þeirra með innan við tveggja mínútna millibili. Vandamálið var að hún var að spila með Nýja-Sjálandi en ekki því bandaríska. Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup Nýja-Sjáland Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup
Nýja-Sjáland Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira