Bílarnir ráði við saltkassana og undanþága veitt fyrir nagladekk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 16:14 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega. Reykjavík Nagladekk Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, sendi fjölmiðlum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins sem vísaði til bréfs starfsmanna í vetrarþjónustu hjá borginni. Í bréfinu nefna þeir hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í sinn garð. Þá er í bréfinu kvartað undan mismunun, hroka og einelti sem séu rótgróin í Reykjavíkurborg. Bréfritarar vísa til þess að þeir séu ekki langskólagengnir. „Vetrarþjónusta gatna er öryggismál og mikið kapp lagt á að henni sé vel sinnt þannig að umferðin gangi sem greiðlegast fyrir sig á hverjum tímapunkti. Undirritaður vill hrósa öllu því fólki sem hefur komið að vetrarþjónustu í Reykjavík undanfarna daga og vikur fyrir frábært starf í erfiðum aðstæðum,“ segir Hjalti í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir fjóra starfsmenn vetrarþjónustu gatna hafa sent bréf þann 24. janúar með athugasemdum um ýmis atriði sem þeir telji að megi laga. „Þar komu fram ábendingar sem eru í skoðun, sumt hefur þegar verið lagfært og annað er í ferli. Bréfinu hefur ekki verið svarað með formlegum hætti en það ber að árétta að ávallt er brugðist við ábendingum um mál sem hafa með öryggi starfsfólks að gera.“ Bréfaritarar segja að illa hafi verið staðið að útboði fyrir bíla í vetrarþjónustu síðastliðið sumar. Atvinnubílar til vetrarþjónustu hafi verið boðnir út á árinu 2020. „Í útboðinu voru gerðar kröfur um ýmsa þætti er lúta að sértækri notkun bílanna. Ein af kröfunum var burðargeta sem skyldi nema 1000 kg að lágmarki. Allir bílar sem útboðshafi bauð fyrir vaktmenn í vetrarþjónustu þola 1180 kg í burð. Ennfremur var boðið upp á loftpúðafjöðrun sem gagnast við erfiðar aðstæður.“ Þá kvörtuðu bréfritarar sömuleiðis yfir því að bann á nagladekkjum undir eftirlitsbílum í vetur hafi gert stöðuna enn verri. Enda reyni mikið á bílana í ófærð og glerhálku. „Starfsmenn vetrarþjónustu gatna óskuðu eftir að hafa nagladekk undir bílum sem bera saltkassa. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar að draga úr notkun nagladekkja var veitt undanþága fyrir þjónustu undanfarabíla, þar á meðal fyrir þá sem flytja saltkassa. Saltgeymslur Reykjavikurborgar eru staðsettar í bröggum við Þórðarhöfða. Þeir eru vissulega gamlir en hafa fengið nauðsynlegt viðhald þegar þarf. Það hefur alltaf verið gert við leka og annað sem gæti valdið tjóni eins fljótt og auðið er. Sama má segja um pækilstöðina sem nefnd er.“ Annað sem komi fram í bréfinu séu mannauðsmál sem eigi réttan feril innan Reykjavíkurborgar og verði ekki rædd opinberlega.
Reykjavík Nagladekk Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira