„Taívan er ekki Úkraína“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 11:48 Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína. AP/Liu Zheng Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu. Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu.
Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15
Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39