Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:20 Sif Atladóttir reynir að stoppa Mallory Pugh sem skoraði tvívegis í leiknum í nótt. AP/Jeffrey McWhorter Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira