Sprengingar heyrðust í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í morgun, og byssuskot nærri alþjóðaflugvellinum. Fylgjast má nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Við vörum viðkvæma við myndum í fréttinni.

















Árásir rússneskra hersveita hafa kollvarpað lífi íbúa í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að Rússar hafi skotið flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Þá hefur stór hópur hermanna einnig ráðist inn í landið.
Sprengingar heyrðust í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í morgun, og byssuskot nærri alþjóðaflugvellinum. Fylgjast má nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Við vörum viðkvæma við myndum í fréttinni.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara.
Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur.
Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir.
Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri.