Íslendingarnir í FC Kaupmannahöfn fá verðugt verkefni en þeir mæta PSV Eindhoven. Með FCK leika Andri Fannar Baldursson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson.
Sverrir Ingi Ingason er nýbúinn að framlengja samning sinn við gríska félagið PAOK og dróst liðið gegn belgíska liðinu Gent.
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eiga svo fyrir höndum rimmu við hollenska liðið AZ Alkmaar.
Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 10. og 17. mars og sýnt er frá keppninni á Stöð 2 Sport.
Marseille v FC Basel
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) February 25, 2022
#LCFC v Rennes
PAOK v Gent
Vitesse v Roma
PSV Eindhoven v FC Copenhagen
Slavia Prague v LASK
FK Bodo/Glimt v AZ Alkmaar
FK Partizan v Feyenoord #UECLdraw | #UECL