„Allar borgir ættu að eiga einn Antonio Banderas“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 16:28 Antonio Banderas tendrar jólaljósin í miðborg Málaga fyrir síðustu jól. Vísir/Getty Eftir að Antonio Banderas, tekjuhæsti leikari í sögu Spánar sneri aftur til fæðingarborgar sinnar, Málaga, hefur hann einbeitt sér að því að nýta auð sinn til að efla menningar- og atvinnulíf borgarinnar. Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“ Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“
Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24
Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44