Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2022 10:00 Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun