Körfubolti

Leik Hollands og Rússlands frestað

Atli Arason skrifar
Artem Komolov var stigahæstur í leik Rússlands og Hollands á fimmtudaginn síðastliðinn.
Artem Komolov var stigahæstur í leik Rússlands og Hollands á fimmtudaginn síðastliðinn. vísir/Getty

Ísland mætir Ítalíu í kvöld í Bologna í H-riðli undankeppni HM í körfubolta. Á sama tíma átti að fara fram leikur Hollands og Rússlands í sama riðli en þeim leik hefur nú verið frestað.

Leiknum er frestað vegna þess að Hollendingar neita að taka á móti Rússum vegna innrásar þeirra síðarnefndu í Úkraínu.

Óljóst er hvort og hvenær leikurinn muni fram en næsti landsleikjagluggi er í júlí en þá eiga Rússar meðal annars að koma til Íslands á loka leikdegi undankeppninnar.

Leik Bretlands og Hvíta-Rússlands hefur einnig verið frestað. Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, gaf það út á Twitter í gær að hún hafi neitað landvistarleyfum Hvít-Rússa, að þeim verði ekki hleypt inn í landið vegna þess að Bretar vilji ekki bjóða velkomið landslið þeirrar þjóðar sem aðstoðar við ólöglegu innrás Putin í Úkraínu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×