„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 19:00 Aðstandendur átaksins sem ætlað er að fækka nauðgunum á djamminu. Vísir/Berghildur Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16