„Verður gaman að sjá því Patti tapar varla fyrir Val“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 16:10 Patreki Jóhannessyni og hans mönnum er vandi á höndum en þeir hafa ekki unnið leik á þessu ári. vísir/hulda margrét Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir stöðuna fyrir 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta og ræddu meðal annars um það tak sem að Patrekur Jóhannesson virðist hafa á Val undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni