Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Fv.: Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir eiga og reka ráðgjafafyrirtækið Normið. Þær segja það of rótgróna mýtu í samfélaginu að fólk þurfi að hlaupa eins og hamstur í hjóli til að ná velgengni í starfsframa. Þvert á móti segja þær fólk eiga að hvíla sig á toppinn og til þess að ná þeim árangri, standa þær fyrir vinnustofu á ráðstefnu UAK í Hörpu næstkomandi laugardag. Vísir/Aldís Pálsdóttir Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. „Hvíld þarf ekki að taka mikinn tíma, þess vegna skiptir virk hvíld máli. Það er ekki góð hvíld að stara á símann upp í sófa á kvöldin. Hvíldin getur tekið stuttan tíma en verið virkilega skilvirk,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem á og rekur Normið ráðgjafastofu, ásamt Evu Mattadóttur. „Með því að nýta sér alls kyns tól til að hvíla taugakerfið, nærðu forskoti. Þú einfaldlega hefur úthald til þess að hlaupa lengra og ert hamingjusamari í leiðinni,“ segir Eva. Í dag eins og í gær, ræðir Atvinnulífið við fyrirlesara sem verða á ráðstefnu Ungra athafnakvenna, UAK, sem haldin verður í Hörpu næstkomandi laugardag. Þar munu Sylvía og Eva standa fyrir vinnustofu undir yfirskriftinni „Hvíldu þig á toppinn“ en markmið ráðstefnunnar er að velta því upp, hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu. Mikil pressa er úrelt viðhorf Sylvía og Eva vilja meina að í samfélaginu sé einhvers konar mýta sem segir okkur að hlaupa eins og hamstur í hjóli til þess að fá viðurkenningu á vinnumarkaði. Það sé hins vegar alls ekki rétt viðhorf og hafi aðeins leitt til kulnunar og streitu. Pressan um að standa sig eykst alltaf meira og meira og það er hægara sagt en gert að rífa sig út úr þessum kröfum og „slaka á" ef markmiðið er að komast sem lengst á vinnumarkaði,“ segir Sylvía og bætir við: „Það þarf veruleg viðhorfsbreyting að eiga sér stað ef fólk ætlar að endast í kapphlaupinu og halda góðri heilsu.“ Sylvía er með BA í sálfræði, þrennskonar alþjóðleg þjálfararéttindi Dale Carnegie & Associates og níu ára reynslu af þjálfun á ungu fólki, fullorðnum og stjórnendum fyrirtækja. Sylvía er líka með heilsu- og markþjálfa réttindi frá New York, er Orku heilari, bandvefslosunar kennari og með diplómu í NLP (Neuro Linguistic Programming) og Master Practitioner réttindi frá Ráðgjafaskóla Íslands. Eva er með þrenns konar alþjóðleg þjálfararéttindi frá Dale Carnegie & Associates og hefur þjálfað fjölda fólks síðastliðin sjö ár, allt frá gunnskólabörnum yfir í stjórnendur fyrirtækja. Eva útskrifaðist sem markþjálfi árið 2014, er REIKI heilari, bandvefslosunarkennari og með NLP Master Practitioner réttindi. Eva tekur undir með Sylvíu en segir að þótt umræðan hafi opnast síðustu árin um kulnun og hversu hættulegt það getur verið að keyra sig á kaf í kulnun, þurfi meira til. „Því þetta rótgróna hugarfar halda áfram að laumast aftan að fólki. Margir gleyma sér skiljanlega í kapphlaupinu og setja eigin heilsu í 10. sæti, það er að segja ef heilsan er svo heppin að fá sæti í forgangsröðuninni.“ Það eru allt of margir uppteknir í kapphlaupi og gleyma heilsunni og sjálfsrækt. Sem Sylvía og Eva hafa þó séð að eigin raun þegar þær þjálfa fólk, að er miklu líklegra til að skila fólki velgengni og árangri í starfi. Að vera í góðu jafnvægi og hvíla sig er leiðin til að ná á toppinn.Vísir/Ásdís Kristjánsdóttir Ekki hægt að keyra á tómum tanki Á vinnustofunni á laugardag ætla Sylvía og Eva að gefa ráðstefnugestum alls kyns tæki og tól sem hjálpar fólki að finna betur jafnvægið. Enda eru þær sannfærar um að það séu meiri líkur á að fólk komist á toppinn með góðri hvíld en stanslaust á hlaupum! Með hvíldinni og góðu jafnvægi, segja Sylvía og Eva að fólk nái þeirri þrautseigju og krafti sem til þarf, til að ná markmiðum sínum. Til dæmis í starfsframa. „Fólk heldur að það geti keyrt hringinn með tóman tank, geymir eða gleymir að borða, hunsar merki frá líkamanum og svo framvegis,“ segir Sylvía en bendir á að þetta sé þó eitthvað sem aldrei gengur til lengdar. „Þetta er einmitt skekkjan sem þarf að leiðrétta,“ segir Eva og bætir við: Fólk sem að „leyfir sér“ sjálfsrækt, hvíld og almennilega hleðslu er að uppskera eiginleika og hæfni sem margir fara á mis við vegna streitu og langþreytu.“ Að sögn Evu og Sylvíu hafa þær sjálfar tekið sérstaklega eftir því þegar þær hafa þjálfað fólk síðustu árin, að fólk sem er í góðu jafnvægi og setur sjálfan sig í forgang, nær eftirtektarverðum árangri. Og þennan árangur má sjá endurspeglast í svo mörgu. Til dæmis betri skerpu á verknum, betri einbeiting og staðfesta í ákvarðanatöku, skýrari ferlar til þess að framkvæma stór verkefni og betri geta til að skapa eitthvað nýtt. Eva og Sylvía hvetja vinnustaði til að efla fólkið sitt í afköstum og velgengni með því að stuðla að betri hvíld. Þær vitna til dæmis í niðurstöður rannsóknar Harvard þar sem niðurstöður sýna að starfsfólk sem fær svigrúm til að gera stundum ekkert, áorkar meira og nær betri skilvirkni. Þá hafi Covid kennt mörgum fyrirtækjum að fjarvinna var víða að skila betri árangri en vinnustaðir höfðu áður þekkt. Fengu hugmyndina í Covid Að opna umræðu um þjálfun sem hvetur fólk meira til þess að hvíla sig til þess að ná árangri, er hugmynd sem í raun kviknaði í Covid. „Við tókum eftir fréttum í Covid þegar fólk var að vinna heima, þá töluðu einhver fyrirtæki um það að þau væru að ná meiri árangri,“ segir Sylvía. Og við trúum því að með því að hlúa betur að andlegri heilsu starfsmanna og gefa starfsmönnum meira rými til þess að forgangsraða heilsunni náum við töluvert meiri árangri.“ Þá vitna þær í rannsókn sem Harvard stóð fyrir en niðurstöður hennar sýna að starfsfólk sem fær svigrúm til að gera stundum ekkert og hvíla sig, áorkar meira og sýnir meiri skilvirkni. „Þegar stjórnendur þessa fyrirtækis sáu niðurstöður þessara rannsókna tóku þeir ákvörðun að þessi stefna leiddi til betri heildar niðurstöðu fyrir fyrirtækið,“ segir Eva og bætir við: Þessi stefna er ekki einungis góð fyrir hvern og einn einstakling í fyrirtæki heldur hafði áhrif á skilvirkni og afkastagetu fyrirtækisins sem leiddi til betri niðurstöðu í framtíðinni. Við finnum það sjálfar hvað þetta getur haft mikil áhrif.“ Sylvía og Eva hvetja vinnustaði til þess að skoða betur ávinningin sem felst í því að starfsfólk hvíli sig meira. „Ef stjórnendur heillast af tilhugsuninni um starfsfólk með skýra einbeitingu í verkefnavinnu og meiri afkastagetu ættu þeir klárlega að fara skoða útfærsluatriði, þetta er framtíðin,“ segir Sylvía. Dagskrá ráðstefnu UAK má sjá hér. Góðu ráðin Heilsa Stjórnun Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Lífið og vinnan eftir kulnun Síðustu árin höfum við lært nokkuð um kulnun og hversu mikilvægt það er að sporna við kulnun eins og hægt er. Eða að grípa til snemmtækra aðgerða, svo kulnunin verði ekki þeim mun alvarlegri. 24. janúar 2022 07:00 ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu 15. maí 2020 09:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Hvíld þarf ekki að taka mikinn tíma, þess vegna skiptir virk hvíld máli. Það er ekki góð hvíld að stara á símann upp í sófa á kvöldin. Hvíldin getur tekið stuttan tíma en verið virkilega skilvirk,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir, sem á og rekur Normið ráðgjafastofu, ásamt Evu Mattadóttur. „Með því að nýta sér alls kyns tól til að hvíla taugakerfið, nærðu forskoti. Þú einfaldlega hefur úthald til þess að hlaupa lengra og ert hamingjusamari í leiðinni,“ segir Eva. Í dag eins og í gær, ræðir Atvinnulífið við fyrirlesara sem verða á ráðstefnu Ungra athafnakvenna, UAK, sem haldin verður í Hörpu næstkomandi laugardag. Þar munu Sylvía og Eva standa fyrir vinnustofu undir yfirskriftinni „Hvíldu þig á toppinn“ en markmið ráðstefnunnar er að velta því upp, hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu. Mikil pressa er úrelt viðhorf Sylvía og Eva vilja meina að í samfélaginu sé einhvers konar mýta sem segir okkur að hlaupa eins og hamstur í hjóli til þess að fá viðurkenningu á vinnumarkaði. Það sé hins vegar alls ekki rétt viðhorf og hafi aðeins leitt til kulnunar og streitu. Pressan um að standa sig eykst alltaf meira og meira og það er hægara sagt en gert að rífa sig út úr þessum kröfum og „slaka á" ef markmiðið er að komast sem lengst á vinnumarkaði,“ segir Sylvía og bætir við: „Það þarf veruleg viðhorfsbreyting að eiga sér stað ef fólk ætlar að endast í kapphlaupinu og halda góðri heilsu.“ Sylvía er með BA í sálfræði, þrennskonar alþjóðleg þjálfararéttindi Dale Carnegie & Associates og níu ára reynslu af þjálfun á ungu fólki, fullorðnum og stjórnendum fyrirtækja. Sylvía er líka með heilsu- og markþjálfa réttindi frá New York, er Orku heilari, bandvefslosunar kennari og með diplómu í NLP (Neuro Linguistic Programming) og Master Practitioner réttindi frá Ráðgjafaskóla Íslands. Eva er með þrenns konar alþjóðleg þjálfararéttindi frá Dale Carnegie & Associates og hefur þjálfað fjölda fólks síðastliðin sjö ár, allt frá gunnskólabörnum yfir í stjórnendur fyrirtækja. Eva útskrifaðist sem markþjálfi árið 2014, er REIKI heilari, bandvefslosunarkennari og með NLP Master Practitioner réttindi. Eva tekur undir með Sylvíu en segir að þótt umræðan hafi opnast síðustu árin um kulnun og hversu hættulegt það getur verið að keyra sig á kaf í kulnun, þurfi meira til. „Því þetta rótgróna hugarfar halda áfram að laumast aftan að fólki. Margir gleyma sér skiljanlega í kapphlaupinu og setja eigin heilsu í 10. sæti, það er að segja ef heilsan er svo heppin að fá sæti í forgangsröðuninni.“ Það eru allt of margir uppteknir í kapphlaupi og gleyma heilsunni og sjálfsrækt. Sem Sylvía og Eva hafa þó séð að eigin raun þegar þær þjálfa fólk, að er miklu líklegra til að skila fólki velgengni og árangri í starfi. Að vera í góðu jafnvægi og hvíla sig er leiðin til að ná á toppinn.Vísir/Ásdís Kristjánsdóttir Ekki hægt að keyra á tómum tanki Á vinnustofunni á laugardag ætla Sylvía og Eva að gefa ráðstefnugestum alls kyns tæki og tól sem hjálpar fólki að finna betur jafnvægið. Enda eru þær sannfærar um að það séu meiri líkur á að fólk komist á toppinn með góðri hvíld en stanslaust á hlaupum! Með hvíldinni og góðu jafnvægi, segja Sylvía og Eva að fólk nái þeirri þrautseigju og krafti sem til þarf, til að ná markmiðum sínum. Til dæmis í starfsframa. „Fólk heldur að það geti keyrt hringinn með tóman tank, geymir eða gleymir að borða, hunsar merki frá líkamanum og svo framvegis,“ segir Sylvía en bendir á að þetta sé þó eitthvað sem aldrei gengur til lengdar. „Þetta er einmitt skekkjan sem þarf að leiðrétta,“ segir Eva og bætir við: Fólk sem að „leyfir sér“ sjálfsrækt, hvíld og almennilega hleðslu er að uppskera eiginleika og hæfni sem margir fara á mis við vegna streitu og langþreytu.“ Að sögn Evu og Sylvíu hafa þær sjálfar tekið sérstaklega eftir því þegar þær hafa þjálfað fólk síðustu árin, að fólk sem er í góðu jafnvægi og setur sjálfan sig í forgang, nær eftirtektarverðum árangri. Og þennan árangur má sjá endurspeglast í svo mörgu. Til dæmis betri skerpu á verknum, betri einbeiting og staðfesta í ákvarðanatöku, skýrari ferlar til þess að framkvæma stór verkefni og betri geta til að skapa eitthvað nýtt. Eva og Sylvía hvetja vinnustaði til að efla fólkið sitt í afköstum og velgengni með því að stuðla að betri hvíld. Þær vitna til dæmis í niðurstöður rannsóknar Harvard þar sem niðurstöður sýna að starfsfólk sem fær svigrúm til að gera stundum ekkert, áorkar meira og nær betri skilvirkni. Þá hafi Covid kennt mörgum fyrirtækjum að fjarvinna var víða að skila betri árangri en vinnustaðir höfðu áður þekkt. Fengu hugmyndina í Covid Að opna umræðu um þjálfun sem hvetur fólk meira til þess að hvíla sig til þess að ná árangri, er hugmynd sem í raun kviknaði í Covid. „Við tókum eftir fréttum í Covid þegar fólk var að vinna heima, þá töluðu einhver fyrirtæki um það að þau væru að ná meiri árangri,“ segir Sylvía. Og við trúum því að með því að hlúa betur að andlegri heilsu starfsmanna og gefa starfsmönnum meira rými til þess að forgangsraða heilsunni náum við töluvert meiri árangri.“ Þá vitna þær í rannsókn sem Harvard stóð fyrir en niðurstöður hennar sýna að starfsfólk sem fær svigrúm til að gera stundum ekkert og hvíla sig, áorkar meira og sýnir meiri skilvirkni. „Þegar stjórnendur þessa fyrirtækis sáu niðurstöður þessara rannsókna tóku þeir ákvörðun að þessi stefna leiddi til betri heildar niðurstöðu fyrir fyrirtækið,“ segir Eva og bætir við: Þessi stefna er ekki einungis góð fyrir hvern og einn einstakling í fyrirtæki heldur hafði áhrif á skilvirkni og afkastagetu fyrirtækisins sem leiddi til betri niðurstöðu í framtíðinni. Við finnum það sjálfar hvað þetta getur haft mikil áhrif.“ Sylvía og Eva hvetja vinnustaði til þess að skoða betur ávinningin sem felst í því að starfsfólk hvíli sig meira. „Ef stjórnendur heillast af tilhugsuninni um starfsfólk með skýra einbeitingu í verkefnavinnu og meiri afkastagetu ættu þeir klárlega að fara skoða útfærsluatriði, þetta er framtíðin,“ segir Sylvía. Dagskrá ráðstefnu UAK má sjá hér.
Góðu ráðin Heilsa Stjórnun Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00 Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00 Lífið og vinnan eftir kulnun Síðustu árin höfum við lært nokkuð um kulnun og hversu mikilvægt það er að sporna við kulnun eins og hægt er. Eða að grípa til snemmtækra aðgerða, svo kulnunin verði ekki þeim mun alvarlegri. 24. janúar 2022 07:00 ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu 15. maí 2020 09:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. 2. mars 2022 07:00
Svefnstjórnun á vinnustöðum orðin að veruleika Svefnstjórnun er orðin að veruleika þar sem sífellt fleiri fyrirtæki þreifa nú fyrir sér með mismunandi leiðum, hvernig hægt er að stuðla að því að starfsfólk sofi meira. 17. febrúar 2022 07:00
Lífið og vinnan eftir kulnun Síðustu árin höfum við lært nokkuð um kulnun og hversu mikilvægt það er að sporna við kulnun eins og hægt er. Eða að grípa til snemmtækra aðgerða, svo kulnunin verði ekki þeim mun alvarlegri. 24. janúar 2022 07:00
ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00