Vill að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 19:29 Björn Steinbekk segir mikilvægt að unnið sé með áhrifavöldum. Vísir Björn Steinbekk, drónaflugmaður og markaðsmaður, segir að áhrifavaldar eigi að fá sömu ívilnanir og kvikmyndaiðnaðurinn. Hann hefur þegar borið upp erindið við Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Björn sendi inn grein á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina „Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur!“ Í greininni segir hann að áhrifavaldar hafi átt góðan þátt í að markaðssetja Ísland og telur réttast að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka upp sams konar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hugmyndin er þessi: „Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðli fái að lágmarki 25 prósent endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins.“ Með umbuninni sé hægt að stórefla umfjöllun og markaðssetningu á landinu. Markaðssetning áhrifavalda mikilvæg Björn útskýrði málið nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar kveðst hann telja að áhrifavaldar, eða svokallað sögufólk (e. content creators) sem jafnan útbýr myndbönd og dreifir á samfélagsmiðlum, hafi átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið og þá sérstaklega síðustu tíu ár. „Ég vil eiginlega taka burt þennan núans: að þetta fólk þurfi endalaust að vera að senda póst á Íslandsstofu eða fylla eitthvað inbox hjá Icelandair eða Play eða öðrum bílaleigum og fleira; að biðja um afslætti, að biðja um styrk eða eitthvað, því það er svo erfitt að tracka þetta. Við eigum frekar að vera fyrsta landið í heiminum sem segir bara: Þið eruð bara velkomin. Við viljum vinna með þessu fólki. Þetta fólk hefur vægi,“ segir Björn. Hann bendir á að áætlað sé að gosið í Geldingadölum hafi skilað rúmlega 50 milljörðum í fjölmiðlaumfjöllun og segir ljóst að áhrifavaldar, og þeir sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum, spari ríkissjóði gríðarlega mikið í markaðssetningarkostnað. „Ég tók þetta upp við hana Lilju Alfreðsdóttur vinkonu mína um daginn og henni leist bara mjög vel á þetta. Hún getur náttúrulega ekki einhent sér í að gera þetta en samtalið er komið af stað. Og það er fólk inni í ferðaþjónustunni og stór fyrirtæki sem vilja taka þetta samtal.“ Gott væri ef aðilar í ferðaþjónustunni gætu átt samtalið við áhrifavalda: „Það er 25-30 prósent endurgreiðsla á öllum kostnaði ef þú kemur. Hérna eru reglurnar, endilega komdu og reynum að vinna saman.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Björn hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Íslandsvinir Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01 Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07 Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Björn sendi inn grein á Vísi í gær sem bar fyrirsögnina „Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur!“ Í greininni segir hann að áhrifavaldar hafi átt góðan þátt í að markaðssetja Ísland og telur réttast að Ísland verði fyrsta landið í heiminum til að taka upp sams konar endurgreiðslu og tíðkast vegna framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hugmyndin er þessi: „Að áhrifavaldar sem hafa tiltekið fylgi og viðbrögð á sínum miðli fái að lágmarki 25 prósent endurgreiðslu á öllum kostnaði við ferðalag sitt til landsins.“ Með umbuninni sé hægt að stórefla umfjöllun og markaðssetningu á landinu. Markaðssetning áhrifavalda mikilvæg Björn útskýrði málið nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar kveðst hann telja að áhrifavaldar, eða svokallað sögufólk (e. content creators) sem jafnan útbýr myndbönd og dreifir á samfélagsmiðlum, hafi átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið og þá sérstaklega síðustu tíu ár. „Ég vil eiginlega taka burt þennan núans: að þetta fólk þurfi endalaust að vera að senda póst á Íslandsstofu eða fylla eitthvað inbox hjá Icelandair eða Play eða öðrum bílaleigum og fleira; að biðja um afslætti, að biðja um styrk eða eitthvað, því það er svo erfitt að tracka þetta. Við eigum frekar að vera fyrsta landið í heiminum sem segir bara: Þið eruð bara velkomin. Við viljum vinna með þessu fólki. Þetta fólk hefur vægi,“ segir Björn. Hann bendir á að áætlað sé að gosið í Geldingadölum hafi skilað rúmlega 50 milljörðum í fjölmiðlaumfjöllun og segir ljóst að áhrifavaldar, og þeir sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum, spari ríkissjóði gríðarlega mikið í markaðssetningarkostnað. „Ég tók þetta upp við hana Lilju Alfreðsdóttur vinkonu mína um daginn og henni leist bara mjög vel á þetta. Hún getur náttúrulega ekki einhent sér í að gera þetta en samtalið er komið af stað. Og það er fólk inni í ferðaþjónustunni og stór fyrirtæki sem vilja taka þetta samtal.“ Gott væri ef aðilar í ferðaþjónustunni gætu átt samtalið við áhrifavalda: „Það er 25-30 prósent endurgreiðsla á öllum kostnaði ef þú kemur. Hérna eru reglurnar, endilega komdu og reynum að vinna saman.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið við Björn hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Íslandsvinir Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01 Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07 Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. 1. mars 2022 14:01
Stephen King skammar Björn Steinbekk „Vaknaði í morgun og var sagt að Stephen King væri ósáttur við mig. Þær eru langar þessar 15 sekúndur af frægð,“ segir Björn Steinbekk. 30. apríl 2021 13:07
Á annað hundrað milljón áhorfa: „Er sannarlega maður sem hefur þurft annað tækifæri“ Jarðeldarnir á Reykjanesi hafa verið á allra vörum undanfarnar vikur og hafa þótt kærkomin tilbreyting frá annars niður dregnum Covid tímum. 13. apríl 2021 11:30