Stöð 2 Sport
Subway-deildirnar í körfubolta eiga sviðið á Stöð 2 Sport í dag og í kvöld, en við hefjum leik á Subway Körfuboltakvöldi kvenna klukkan 16:55.
Klukkan 18:00 verðum við í Vesturbænum þar sem KR-ingar taka á móti ÍR-ingum í Reykjavíkurslag áður en við færum okkur norður yfir heiðar þar sem Tindastóll tekur á móti Stjörnunni klukkan 20:00.
Klukkan 21:55 eru Tilþrifin svo á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19:40 mætast Sheffield United og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni í fótbolta.
Stöð 2 Sport 3
Ítalíumeistarar taka á móti botnliði Salernitana í Serie A í fótbolta klukkan 19:35.
Stöð 2 Sport 4
Einn leikur er á dagskrá í Olís-deild karla í andbolta þegar FH-ingar fara norður og heimsækja KA klukkan 17:50.
Stöð 2 Golf
Það er nóg um að vera í golfinu í dag, en klukkan 10:00 hefst bein útsending frá Magical Kenya Open á DP World Tour.
Klukkan 15:00 er það svo Puerto Rico Open á PGA-mótaröðinni sem tekur við, áður en Arnold Palmer Invitational hefst klukkan 19:00.
Að lokum er svo eittvað fyrir nátthrafnana því klukkan 02:30 eftir miðnætti hefst bein útsending frá HSBC Women's World Championship á LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 eSport
Ljósleiðaradeildin í CS:GO lætur sig ekki vanta á föstudagskvöldi, en líkt og áður hefst útsending klukkan 20:15.