Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2022 23:30 Loðnuskip að veiðum undan Dyrhólaey um miðjan febrúar. Mýrdalsjökull til vinstri. Björn Steinbekk Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Akranesi þar sem verið var að landa um tvöþúsund tonnum úr Víkingi AK. Hrognafylling loðnunnar er orðin það góð að hjá Brimi á Akranesi er byrjað að vinna úr henni kavíar. Það þýðir að farmur Víkings er sennilega tvisvar til þrisvar sinnum verðmætari en hann hefði verið fyrir 2-3 vikum þegar loðnan hefði farið í bræðslu. Búast má við að hrognavinnsla fari núna á fullt í öllum loðnuvinnslum landsins. Bæði er veitt og unnið í kappi við tímann til að ná sem mestri loðnu áður en sjálf hrygningin hefst. Drónamyndir frá Birni Steinbekk sýndu loðnuskipin að veiðum undan suðurströndinni í síðasta mánuði. Til lands mátti sjá Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul og Dyrhólaey. Íslenski loðnuflotinn hefur meira og minna veitt upp úr þessari sömu loðnugöngu í heilan mánuð eftir að hún kom upp á landgrunnið suðaustanlands snemma í febrúar. Flotinn hefur síðan fylgt loðnugöngunni vestur með suðurströndinni, fyrir Reykjanes, inn á Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og yfir Breiðafjörð. Í dag voru skipin að veiða úr þessari sömu torfu við Látrabjarg og undan Patreksfirði. Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi, á bryggjunni á Akranesi síðdegis.Arnar Halldórsson „Nú er hrognatakan komin á fullt og það streyma inn peningar,“ sagði Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi, sem var að koma af miðunum við Látrabjarg. „Næstu dagar skera úr um það hvort kvótinn næst. Það svona syrtir í álinn með það samt.“ -En það er vonandi ekki bara ein loðnuganga, sú sem er við Látrabjarg. Er ekki von á fleiri göngum? „Jú, það var fiskur í flóanum á sama tíma og við vorum þarna norðurfrá. Og eitthvað er held ég með austurströndinni. En menn fara beint í þetta, eðlilega. Ná hrognunum.“ -Hvað heldurðu að vertíðin geti enst lengi? „Maður er að vona þrjár vikur í viðbót. Vonandi,“ svaraði Róbert. Norðmenn eiga hlut í loðnukvótanum en þeirra veiðitímabili lauk í síðustu viku. Þeir náðu hins vegar ekki að klára sinn kvóta. Samkvæmt upplýsingum Matvælaráðuneytisins hyggst ráðherra sjávarútvegsmála, Svandís Svavarsdóttir, endurúthluta þeim kvóta til íslensku skipanna og gæti það gerst með reglugerð á morgun. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er búist við að þetta geti orðið í kringum fimmtíu þúsund tonn. Náist að veiða þessa viðbót gæti verðmæti þess afla legið á bilinu tveir til þrír milljarðar króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Efnahagsmál Brim Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Mun minni kvótaskerðing en varað hafði verið við Hafrannsóknarstofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Um er að ræða lækkun um 34.600 frá ráðgjöf sem veitt var 1. október síðastliðinn. Hafró hafði áður varað við kvótaskerðingu upp á allt að eitthundrað þúsund tonn. 18. febrúar 2022 17:24 Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. 15. febrúar 2022 22:36 Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Akranesi þar sem verið var að landa um tvöþúsund tonnum úr Víkingi AK. Hrognafylling loðnunnar er orðin það góð að hjá Brimi á Akranesi er byrjað að vinna úr henni kavíar. Það þýðir að farmur Víkings er sennilega tvisvar til þrisvar sinnum verðmætari en hann hefði verið fyrir 2-3 vikum þegar loðnan hefði farið í bræðslu. Búast má við að hrognavinnsla fari núna á fullt í öllum loðnuvinnslum landsins. Bæði er veitt og unnið í kappi við tímann til að ná sem mestri loðnu áður en sjálf hrygningin hefst. Drónamyndir frá Birni Steinbekk sýndu loðnuskipin að veiðum undan suðurströndinni í síðasta mánuði. Til lands mátti sjá Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul og Dyrhólaey. Íslenski loðnuflotinn hefur meira og minna veitt upp úr þessari sömu loðnugöngu í heilan mánuð eftir að hún kom upp á landgrunnið suðaustanlands snemma í febrúar. Flotinn hefur síðan fylgt loðnugöngunni vestur með suðurströndinni, fyrir Reykjanes, inn á Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og yfir Breiðafjörð. Í dag voru skipin að veiða úr þessari sömu torfu við Látrabjarg og undan Patreksfirði. Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi, á bryggjunni á Akranesi síðdegis.Arnar Halldórsson „Nú er hrognatakan komin á fullt og það streyma inn peningar,“ sagði Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi, sem var að koma af miðunum við Látrabjarg. „Næstu dagar skera úr um það hvort kvótinn næst. Það svona syrtir í álinn með það samt.“ -En það er vonandi ekki bara ein loðnuganga, sú sem er við Látrabjarg. Er ekki von á fleiri göngum? „Jú, það var fiskur í flóanum á sama tíma og við vorum þarna norðurfrá. Og eitthvað er held ég með austurströndinni. En menn fara beint í þetta, eðlilega. Ná hrognunum.“ -Hvað heldurðu að vertíðin geti enst lengi? „Maður er að vona þrjár vikur í viðbót. Vonandi,“ svaraði Róbert. Norðmenn eiga hlut í loðnukvótanum en þeirra veiðitímabili lauk í síðustu viku. Þeir náðu hins vegar ekki að klára sinn kvóta. Samkvæmt upplýsingum Matvælaráðuneytisins hyggst ráðherra sjávarútvegsmála, Svandís Svavarsdóttir, endurúthluta þeim kvóta til íslensku skipanna og gæti það gerst með reglugerð á morgun. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er búist við að þetta geti orðið í kringum fimmtíu þúsund tonn. Náist að veiða þessa viðbót gæti verðmæti þess afla legið á bilinu tveir til þrír milljarðar króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Akranes Efnahagsmál Brim Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Mun minni kvótaskerðing en varað hafði verið við Hafrannsóknarstofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Um er að ræða lækkun um 34.600 frá ráðgjöf sem veitt var 1. október síðastliðinn. Hafró hafði áður varað við kvótaskerðingu upp á allt að eitthundrað þúsund tonn. 18. febrúar 2022 17:24 Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. 15. febrúar 2022 22:36 Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30
Mun minni kvótaskerðing en varað hafði verið við Hafrannsóknarstofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Um er að ræða lækkun um 34.600 frá ráðgjöf sem veitt var 1. október síðastliðinn. Hafró hafði áður varað við kvótaskerðingu upp á allt að eitthundrað þúsund tonn. 18. febrúar 2022 17:24
Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. 15. febrúar 2022 22:36
Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16